fbpx

SWIMSLOW

Á fimmtudaginn frumsýndi Erna Bergmann nýja sundfatamerkið sitt sem ber nafnið Swimslow. Erna hannar sundbolina sjálf en þeir eru framleiddir á Ítalíu úr endurunnu hráefni. Þannig vill hún lágmarka umhverfisáhrif tengd framleiðslunni, sem mér þykir virkilega falleg og rétt hugsjón.

Sýningin var partur af Hönnunarmars og ég var ein fyrirsætanna sem gengu fyrir Ernu. Þetta var virkilega flott sýning og mikið af fólki sem mætti. Sundbolirnir eru ekki bara fallega hannaðir og saumaðir heldur eru þeir líka mjög klæðilegir og þægilegir. Mér brá smá þegar hún rétti mér hvítan sundbol til að ganga í, en núna langar mig bara í hann!

Myndirnar tók Laimonas Dom Baranauskas –

img_7655 img_7677 img_7744 img_7770 img_7778 img_7846 img_7859 img_7952 img_7953 img_7957 img_7961 img_7974 img_7980 img_7983 img_7989 img_7994 img_8000 img_8020 img_8137

Innilega til hamingju, elsku Erna <3

xx

Andrea Röfn

101 NIGHTS BY STURLA ATLAS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erna Bergmann

    28. March 2017

    Takk aftur fyrir mig elsku besta Andrea. Þú ert sjúklega flott í þessum hvíta <3 <3 <3