fbpx

STELPA EÐA STRÁKUR?

MEÐGANGANPERSÓNULEGT

English below

Við verðandi foreldrarnir vorum að koma úr 20 vikna sónar – & vitum kynið!

Frá því ég var yngri hefur tilhugsunin um að vita ekki kynið heillað mig mikið. Ástæðan fyrir því er sjálfsagt sú að foreldrar mínir vissu ekki kynið á okkur systkinunum og maður er gjarn á að herma eftir sínum nánustu. En Arnór hefur hins vegar alltaf langað til að vita og gæti ekki ímyndað sér að bíða alla meðgönguna. Þegar ég varð ólétt breyttist skoðun mín um leið og ég hlakkaði strax til að vita kynið. Við gátum þó auðveldlega beðið fram á 20 viku og vorum ekkert að flýta okkur í snemmsónar. Okkur finnst gott að brjóta meðgönguna svona upp og gera ekki allt á no time, en það er auðvitað bara okkar taktur sem hentar að sjálfsögðu ekki öllum.

En þrátt fyrir að við vitum kynið á barninu ætlum við ekki að segja neinum strax. Sorry þið sem lásuð áfram bara til að fá að vita það! Ástæðan er sú að við búum erlendis og nánast allt tengt meðgöngunni hefur farið fram á facetime. Við sögðum foreldrum okkar, systkinum, vinum, ömmum og öfum frá óléttunni á facetime. Því langar okkur að eiga persónulega stund með okkar nánustu þegar við tilkynnum kynið, kannski láta verðandi ömmurnar og afana sprengja blöðru eða skera köku eða eitthvað skemmtilegt. Eftir tæpan mánuð verðum við aftur á Íslandi og þá verður kjörinn tími til þess að segja frá. Það mun klárlega reyna á að segja ekki fólkinu sínu næstu vikurnar, en ég veit að þetta moment mun skipta okkur miklu máli og lifa lengi í minningunni ♡

Ég mun að sjálfsögðu uppfæra bloggið og instagram þegar að þessu kemur. Annars er ég mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hversu persónuleg ég vil vera í tengslum við meðgönguna hér á blogginu. Ef ykkur finnst gaman að fylgjast með og lesa svona færslur, endilega látið mig vita með like-i, hjarta eða commenti :-)

Today we had the 20 week ultrasound scan – and we know the gender of our little baby. So exciting! Now we’re gonna keep shut for a month, until we’re in Iceland again surrounded by our family. We want the moment to be personal since everything pregnancy related has been through facetime until now. It will be super hard to keep from our people for the time being but we know that this precious moment will be a dear memory to all of us 

Andrea Röfn

OUTFIT

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    19. September 2018

    Mesta tease LÍFS MÍNS!! Ég tók auka andadrátt og allt áður en ég klikkaði. Engu að síðu yndisyndisyndislegt allt saman! Er vissum að þetta sé strákur. Og að nafnið Helgi eða Snær er algjörlega töff nafnið sem koma skal. Helgi og Snær er nýji Stormur, eða Tristan.

  2. Halla

    19. September 2018

    Gangi þér og þínum vel. Gott að eiga eitthvað fyrir sig.