fbpx

SAINT TROPEZ

PERSÓNULEGTTRAVEL

Í Frakklandsferð okkar fjölskyldunnar áttum við viðkomu á mörgum fallegum stöðum. Einn þeirra var Saint Tropez, sem liggur við hliðina á Sainte Maxime þar sem við dvöldum lengst. Við gerðum okkur dagsferð til Saint Tropez og tókum þangað bát frá Sainte Maxime, en það tók okkur einungis 10 mínútur. Við röltum um bæinn sem var afar fallegur en lengstum tíma eyddum við þó á bar við bátahöfnina og fylgdumst með snekkjunum og mannlífinu, sem afsakar fjölda mynda sem teknar voru á staðnum. Ég ætla svo að segja ykkur meira frá Frakklandsferðinni á næstunni.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

OUTFIT

Kjóll: Libertine Libertine
Skór: Nike Mayfly Woven
Sólgleraugu: DIOR

Processed with VSCO with f2 preset

Að lokum vil ég lýsa yfir djúpri sorg vegna atburðanna sem áttu sér stað í Nice í gærkvöldi. Hugur minn og hjarta er hjá Frökkum og öllum þeim sem á nokkurn hátt urðu fyrir áhrifum vegna árásarinnar. Mikið vildi ég að jörðin væri fallegri og friðsælli staður að vera á.

<3

Andrea Röfn  

ÁFRAM ÍSLAND!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1