Outfit gærkvöldsins. Ég var í vinnunni til lokunar og svo var leiðinni heitið á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu með foreldrum mínum og enginn tími til að fara heim og skipta um föt. Það fannst mér ágætis ástæða fyrir að fá mér eitthvað nýtt úr búðinni og þessar buxur frá Libertine Libertine sem ég hafði haft augastað á lengi urðu loksins mínar.
Leðurjakkinn er frá Mads Nørgaard úr Húrra Reykjavík líkt og buxurnar, en ég hef varla farið úr honum síðan ég fékk mér hann. Eins og þið hafið líklega séð í fyrri færslum þá á ég annan leðurjakka úr endurunnu leðri en þessi hér er miklu dekkri sem gerir hann einnig fínni fyrir tilefni sem þessi. Ég sé hann líka fyrir mér yfir kjóla í sumar, síddin á honum er tilvalin fyrir þá samsetningu.
Svo er ég ótrúlega ánægð með Nike Air Force 1 skóna sem ég fékk fyrir stuttu. Þeir eru alltaf svo klassískir og verða meira áberandi á næstunni en þeir hafa verið undanfarið. Svo passa þeir bókstaflega við allt.. finnst mér.
Buxur: Libertine Libertine
Bolur: Norse Projects
Skór: Nike Air Force 1
Leðurjakki: Mads Nørgaard
En svo urðum við fyrir því óláni að vera akkurat á Mamma Mia sýningunni sem þurfti að hætta í hléi vegna alvarlegrar bilunar í sýningarbúnaði. Við gerðum gott úr því og drifum okkur niður í bæ í drykk áður en við löbbuðum heim í einu fallegasta sólarlagi sem ég hef orðið vitni af.
Að lokum langar mig að minna ykkur á Sumarsprengju Húrra Reykjavík sem verður í verslun og á netinu í dag og einnig á netinu út morgundaginn. Það er 20% afsláttur af öllum vörum í báðum búðum og fyrstu kaupum dagsins fylgja veglegir kaupaukar frá L’Oreal. Seinna í dag munu svo DJ Egill Spegill og DJ Sunna Ben þeyta skífum og drykkir frá Ölgerðinni í boði fyrir gesti og gangandi! Endilega kíkið og gerið góð kaup fyrir sumarið, til dæmis blómabuxur eða leðurjakka. Þið getið lesið meira um Sumarsprengjuna hér.
Eigið góða helgi
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg