fbpx

OUTFIT

OUTFITVIÐBURÐIR

Outfittið mitt á fatamarkaði okkar Trendnet bloggaranna rétt fyrir jól. Erna Hrund tók þessar myndir og ég fékk þær í óvæntum pósti í vikunni.

IMG_5403

IMG_5405

IMG_2643

Mesh bolur: Monki. Þessi bolur hefur verið ofnotaður síðan ég keypti hann í Stokkhólmi fyrir ári síðan.

Svört slá: Weekday. Ég fékk hana á ofurútsölu fyrir nokkrum árum og mig minnir af hún hafi kostað 40 sænskar sem gera 700 krónur í dag! Hún hefur hins vegar ekki verið notuð mikið en mér fannst hún passa skemmtilega við þetta outfit.

Buxur: H&M. Mikið notaðar og hafa nokkrum sinnum komið fyrir hér á blogginu.

Skór: ZARA. Ég keypti mér þessa skó fyrir jól. Hlakka til að spóka mig um í þeim í sólinni í næstu viku. Það gætu ennþá leynst nokkur pör í búðunum á útsölu.

Hálsmen: KRÍA. Mér þykir ofboðslega vænt um það.

Pallíettuslá: Nostalgía. Uppáhaldsflíkin mín það er alveg öruggt og ég er mikið spurð út í það hún var keypt. Ég valdi mér hana í jólagjöf fyrir tveimur árum og hef verið ástfangin af henni síðan. Ég mun eflaust nota hana við eitthvað fínt næstu daga enda nóg að gera, hönnunarmars og RFF.

—-

Mikið sem þessi fatamarkaður var annars skemmtilegur! Við þyrftum að halda svona markað aftur með hækkandi sól.. smellið endilega á hjartað ef ykkur líst vel á þá hugmynd :-)

xx

Andrea Röfn

ZARA NECKLACE

Skrifa Innlegg