fbpx

ÖÐRUVÍSI JÓLABAKSTUR

Ég á bestu vinkonu sem er sjúk í jólin. Hún bauð mér í jólabakstur áður en hún byrjaði í prófum og var að sjálfsögðu klár með þær hugmyndir sem hana langaði til að koma í verk.

Við gerðum jólalegar bollakökur með smjörkremi – ekki alveg það sem maður er vanur að baka fyrir jólin en flottar voru þær og það var skemmtilegt að breyta til.

IMG_2343 IMG_2352

Jóló2

Í kökurnar fór pakki af Betty Crocker djöflakökumixi, ásamt pakka af mulnu Oreo kexi

Litaða kremið er smjörkrem og uppskriftina fékk ég á Gotterí og gersemar:
125gr smjör (mjúkt)
500gr flórsykur
1 egg
2 tsk vanilludropar
2 msk sýróp

Hvíta kremið er frá Betty Crocker

Við skelltum svo kreminu í sprautur og hófumst handa við skreytingar. Við setum lakkrís undir kremið  og skreyttum í kringum hann.

Jóló

Jólabarn í lagi með jólatrjáa- og jólahúfukökur. Að sjálfsögðu í nýju jólapeysunni sinni.

Endilega prófið, þetta er handavinna en með jólalögum og góðum félagsskap getur þetta orðið að hinni bestu kvöldstund.

xx

Andrea Röfn

SONS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. óþekkt

    18. December 2013

    hvar fékkstu svona jólapeysu?

    • Andrea Röfn

      20. December 2013

      Hún fékk hana á eBay