fbpx

MÍN UPPÁHALDS HLAÐVÖRP

ANDREA RÖFNHLAÐVARP

Góðan og gleðilegan föstudag. Föstudagar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér eins og ég hef oft nefnt hérna á blogginu. Á því er engin breyting á þessum tímum þrátt fyrir að flestir dagar geti verið frekar líkir. Mér finnst svo mikilvægt að gera greinarmun á því hvaða dagur er, þannig lærir maður að meta enn frekar litlu hlutina eins og pizzu á föstudögum, notalega sunnudagsmorgna og rútínu á mánudögum svo eitthvað sé nefnt.

Annars langaði mig til að deila með ykkur mínum uppáhalds hlaðvörpum. Ég hlusta mikið á þau úti á röltinu, meðan ég elda og þegar ég æfi. Mér finnst þau frábært meðal fyrir andlegu hliðina sem þarf reglulega á upplyftingu að halda þessa dagana.

Mín uppáhalds hlaðvörp, ekki í neinni sérstakri röð!

Normið 

The Snorri Björns podcast show

Í ljósi sögunnar

Hismið

Helgaspjallið

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins

Þarf alltaf að vera grín?

Skoðanabræður

Laugardagskvöld með Matta

Bara við

Þegar ég verð stór

Málið er

Grínland

Fæðingarcast

Þokan

Vonandi fáið þið innblástur frá þessum lista og hlustið á eitthvað skemmtilegt með helgarbakstrinum, æfingunni, tiltektinni eða bara uppi í sófa með góðan kaffibolla. Góða helgi!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

Á ÓSKALISTANUM

Skrifa Innlegg