fbpx

LOKSINS GET ÉG SAGT YKKUR FRÁ VERKEFNI SÍÐUSTU MÁNAÐA

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Hæ! Vá hvað ég er búin að hlakka lengi til að skrifa þessa færslu. Ég get loksins sagt frá verkefni sem ég hef verið að vinna að síðan ég var ólétt – það gera tæplega tvö ár. Mín eigin SKÓLÍNA, JoDis by Andrea Röfn, fer í sölu þriðjudaginn 1. september í verslunum Kaupfélagsins og á Skór.is! Skóna vann ég í samvinnu við danska skómerkið JoDis og voru því bíltúrarnir yfir til Kaupmannahafnar fjölmargir á meðan að ferlinu stóð.

Ég elska að klæðast fallegum boots og hælum í bland við alla strigaskóna mína. Hins vegar er ég rosalega kröfuhörð á snið, efni og útlit þegar kemur að slíkum skóm og því naut ég þess í botn að leika lausum hala í þessu ferli. Útkoman er nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana, fjölbreytt snið, grófleiki í bland við fínleika, ljóst í bland við svart.

Skórnir eru framleiddir í litlum fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal sem JoDis hefur unnið með til fjölda ára. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og eðalfólkið sem stendur á bakvið JoDis, sem eru miklir reynsluboltar í skóbransanum.

JoDis by Andrea Röfn fer í sölu í verslunum Kaupfélagsins og á Skór.is þriðjudaginn 1. september. Fallegur kaupauki frá GOSH fylgir með fyrstu 20 kaupunum.

Hrærð, spennt, stressuð og stolt, allar tilfinningarnar. Ég er búin að vinna hart að þessu ásamt yndislega JoDis teyminu og get hreinlega ekki BEÐIÐ eftir að sjá skóna á fótum annarra og vona innilega að þið finnið eitthvað við ykkar hæfi í línunni.  Fylgist endilega betur með hér á Trendnet og á instagram hjá mér @andrearofn, JoDis @jodis_shoes og Kaupfélaginu @kaupfelagid á næstu dögum.

Hér er smá preview – en fleiri stíla er að finna í línunni sem ég ætla að sýna ykkur næstu daga!

Myndir: Hlín Arngríms
Styling: Hulda Halldóra
Make-up: Kolbrún Anna Vignis

// Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

ÍSLENSKT ÆVINTÝRI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Svana

  26. August 2020

  Sniiiiiillingur!! Vá hversu tryllt <3 Hlakka til að máta:*

 2. Arna Petra

  27. August 2020

  Vá vá vá! Til hamingju ?

 3. AndreaA

  27. August 2020

  Geeggjað til hamingju ❤️