LITLI BRÓÐIR

Er ekki viðeigandi að koma hérna inn í fyrsta skipti á árinu með eina góða tilkynningu? Ég held það nú.

Lítill drengur hefur boðað komu sína þann 23. ágúst. Endalaus hamingja sem ríkir á heimilinu þessa dagana! Ég er komin 20 vikur og líður vel. Þessi meðganga hefur verið svo gjörólík minni fyrstu. Við komumst að litla laumufarþeganum þann 30. desember og fyrstu 2-3 vikur ársins einkenndust af ógleði og mikilli þreytu. Hins vegar hurfu þessi einkenni fljótt, og eftir fyrsta þriðjung á síðustu meðgöngu gæti ég ekki verið þakklátari fyrir aðra upplifun í þetta skiptið.

Aþena Röfn er mjög spennt stóra systir og byrjar alla morgna á því að segja við „baby“að það sé kominn dagur.

Annars hafa fyrstu mánuðir ársins verið frekar krefjandi á annan máta. Covid í annað skipti, breyting á leikskóla hérna í Boston, hangs á Íslandi í rauðum viðvörunum og mikil ferðalög hjá Arnóri. Kannski drep ég ykkur úr leiðindum með færslu um þetta allt saman, við sjáum til!

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 5

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    31. March 2022

    Yndiiiislegt! hlakka sko til að fylgjast með – úr fjarska:* :*
    Og best að lesa aftur færslu frá þér <3