Færslan er unnin í samstarfi við Origo
#samstarf
Á dögunum fékk ég glænýja myndavél að gjöf frá Origo. Mig hefur lengi langað í almennilega myndavél sem skilar betri gæðum en símamyndavélin, en er á sama tíma þægileg og einföld í notkun. Ég get ímyndað mér að mörg ykkar séu í svipuðum sporum enda fátt skemmtilegra en að festa dýrmæt augnablik, fallega staði eða jafnvel góð outfit á mynd. Þess vegna má ég til með að mæla með SONY myndavélinni sem ég fékk.
SONY A6000 er einstaklega notendavæn myndavél með mjög professional gæðum. Stillingarnar á vélinni eru margar og fjölbreyttar og því hentar myndavélin vel fyrir alla sem vilja fanga hvers kyns augnablik á mynd eða myndband. Það sem skiptir mig mestu máli er að geta komið myndunum á símann minn á einfaldan hátt. A6000 er með innbyggðu Wifi og í gegnum app í símanum færi ég myndirnar á milli á nokkrum sekúndum.
Ég nota myndavélina mest í outfit myndir og á ferðalögum – sjón er sögu ríkari. Þessum myndum hefur ýmist ekkert eða örlítið verið breytt.
Ég mæli eindregið með SONY A6000. Þið getið kynnt ykkur hana nánar HÉR.
Takk kærlega fyrir mig Origo.
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg