fbpx

KÆRLEIKSKÚLAN OG REYKJADALUR

JÓLUMFJÖLLUN

Kærleikskúla ársins 2013 er Hugvekja eftir Ragnar Kjartansson. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og úr er orðið safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum, til að mynda Erró, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnhildi Arnardóttur /Shoplifter. Að auki er Kærleikskúlan frá 2011 verk Yoko Ono.

Ragnar er með okkar fremstu listamönnum í dag og hefur ferðast víða um heiminn með verk sín. Á jólanótt árið 1998 sat hann og átti spjall við föður sinn þegar hann sagði syni sínum eitthvað það mikilvægasta sem hann myndi nokkurn tíma segja honum – „Það er fallegt en sorlegt að vera manneskja”. Þessi orð prýða Kærleikskúluna í ár.

kærleikskúlan

kærleikskúlan1

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að bæta líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóðinn til starfssemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Í Reykjadal dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar á veturna. Dvalirnar eru börnunum og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er mikið upp úr því lagt að börnin hafi gaman og njóti dvalanna þar. Í Reykjadal upplifa börnin ævintýri, hitta jafnaldra og skemmta sér vel.

Kærleikskúlan er munnblásin og gerð í takmörkuðu upplagi, hver kúla er því einstök. Kúlunni er pakkað af starfsmönnum vinnustofunnar Áss. Þær verslanir sem selja Kærleikskúluna gera það án þóknunar og rennur allur ágóði því beint til málefnisisns.

Á www.kærleikskulan.is er vefverslun og upplýsingar um sölustaði.

Við Gulli heimsóttum Reykjadal í sumar og þar hittum við krakkana, spjölluðum og lékum við þau. Við sáum vel gleðina sem skein úr augum barnanna og hversu gott þau hafa það í sumarbúðunum. En það kostar líka sitt að reka sumarbúðir fyrir fatlaða svo að starfsemin haldist gangandi ár eftir ár og krakkarnir geti haft gaman. Sölu Kærleikskúlunnar lýkur á morgun og því hvet ég ykkur til að kaupa hana í dag eða á morgun og styrkja í leiðinni virkilega fallegt framtak.

Falleg viðbót við jólaskrautið eða í jólapakkann.

Kærleikskveðjur

xx

Andrea Röfn

ÖÐRUVÍSI JÓLABAKSTUR

Skrifa Innlegg