fbpx

JODIS Í PORTÚGAL

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Hæ allir! Ég fór í langþráða vinnuferð á vegum JoDis í byrjun mánaðarins og flaug ásamt góðu teymi til Porto í Portúgal, en allir skórnir eru framleiddir þar. Ferðin var stutt og skipulögð í þaula en planið var að ég fengi loksins að heimsækja verksmiðjurnar og fylgjast með framleiðslunni, ásamt því að hitta allt það frábæra fólk sem við vinnum með á þessum slóðum. Teymið var upp á tíu og tveir nýir starfsmenn JoDis komu með sem eru svo sannarlega frábær viðbót við þetta dásamlega fyrirtæki.

Verksmiðja JoDis er gæðavottuð sem þýðir að hún uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru, bæði til umhverfisáhrifa og félagslegra þátta starfsmanna. Starfsfólkið vinnur við bestu mögulegu aðstæður og JoDis gerir allt til að framleiðslan sé eins sjálfbær og hægt er í öllu ferlinu. Ég er svo ótrúlega stolt af því að vinna með JoDis og að skórnir séu framleiddir við góðar aðstæður. Það skiptir mig öllu máli.

Tilfinningin að sjá loksins allt með berum augum er ennþá óraunveruleg. Þetta var svo þýðingarmikið fyrir mig og veitti mér svo mikla orku til að gera enn meira og stærra á þessu sviði. Mér finnst líka svo dýrmætt að hafa náð að hitta allt þetta yndislega fólk. Ég er í skýjunum með þessa ferð get hreinlega ekki beðið eftir framhaldinu.

Snillingar lífs míns!

JoDis by Andrea Röfn fást í Kaupfélaginu og á Skór.is, ásamt því að fást í hinum ýmsu verslunum víðsvegar um landið, t.d. í Andrea by Andrea, Nína Akranesi, Skóbúð Selfoss, Centrum Egilsstöðum, Cocos Grafarvogi, Sportver Akureyri, Skóbúð Húsavíkur, Skóbúð Keflavíkur og Momo konur.

Fyrir þau sem búsett eru erlendis fást skórnir á jodisshoes.com.

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 4

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    2. October 2021

    Það er svo gaman að fá að fylgjast með & svo ótrúlega flott hjá þér Andrea & co!