fbpx

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 3

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Þriðja línan mín í samstarfi við JoDis Shoes hefur litið dagsins ljós! Hún er þegar komin í glænýja netverslun JoDis, sem opnaði í síðustu viku og eru skórnir nú fáanlegir þeim sem búa utan landsteinanna. Línan kemur svo í verslanir Kaupfélagsins og í netverslun Skór.is á morgun.

Drop 3 línan er innblásin af vorinu, sumrinu og bjartari tímum sem framundan eru. Ljósir tónar, smá party stemning og litir í bland við meiri klassík, en allt skór sem mér þykja tímalausir og sé fyrir mér að nota lengi. Um er að ræða fimm nýja stíla, en einnig nýja liti í tveimur stílum sem þegar eru orðnar ‘klassík’, það eru Ásdís og Anna. Eins og í fyrri línunum tveimur heita skórnir í höfuðið á mikilvægum konum í mínu lífi. Ég fer yfir þetta allt saman í story á instagram í dag og set umfjöllunina einnig í highlights.

Hér hún, þriðja skólínan mín!

MARÍA

DENISE

ÞÓRUNN

KATRÍN

ERLA

ANNA – nýr litur

ÁSDÍS – nýr litur

Til viðbótar við koma tvær vinsælar týpur aftur – AÞENA og MARGRÉT í bæði svörtu og ljósu.

Endilega sendið á mig myndir eða taggið mig í story ef þið fjárfestið í pari úr línunni. Það er svo gaman að sjá hvað þið veljið og fá að vera aðeins með, svona fyrst það hefur ekki ennþá verið mögulegt að halda viðburð og hitta ykkur þar. Vonandi kemur að því sem allra fyrst.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

VIÐTAL VIÐ LA BOUTIQUE DESIGN OG AFSLÁTTARKÓÐI

Skrifa Innlegg