Góðan daginn frá HM í Rússlandi þar sem ég hef eytt síðustu 10 dögum í yndislegum félagsskap. Strax daginn eftir flugið til Moskvu var komið að fyrsta leik Íslands á HM, Argentína-Ísland. Þið ættuð öll að vita hversu spennuþrunginn og skemmtilegur leikurinn var! Við vorum alls 6 daga í Moskvu og náðum að sjá mikið af þessari stórkostlegu borg sem kom skemmtilega á óvart. Nú erum við á leið frá Volgograd eftir fjögurra daga dvöl til Rostov-on-Don þar sem síðasti leikurinn í riðlinum mun fara fram á morgun. Svo sjáum við hvert leiðin liggur eftir hann!
Ég læt myndirnar tala sínu máli og hlakka til að deila með ykkur fleiri myndum frá Rússlandsævintýrinu.
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg