Eftir langa bið eftir vegabréfsáritun komumst við mæðgur loksins til Boston og litla fjölskyldan þar með sameinuð á ný í nýrri borg! Síðustu 6 vikur hafa liðið hratt og farið að miklu leyti í að koma okkur almennilega fyrir og kynnast nýjum heimkynnum hérna í Boston. Það er allt mjög nýtt og ólíkt því sem við vorum vön í Svíþjóð en ég er að venja mig af því að bera þetta saman því það er svipað og að bera saman epli og appelsínur. Við Aþena Röfn erum komnar vel á veg með að heimsækja alla helstu rólóvelli borgarinnar eins og glöggir instagram fylgjendur mínir hafa eflaust tekið eftir. Leikskólakerfið hérna er allt öðruvísi við þekkjum en við erum að skoða þessi mál í rólegheitunum. Annars erum við ótrúlega heppin með það hversu vel er tekið á móti okkur og eigum yndislegar íslenskar fjölskyldur hérna úti. Guð hvað það verður svo gaman þegar landamærin opnast (hvenær svo sem það verður..) og við getum fengið GESTI! Við fengum síðast heimsókn til Malmö í byrjun mars í fyrra. Ég ætlaði að vera svo dugleg að sýna frá lífinu á nýja staðnum, en hef komist að því að ég á töluvert erfiðara með breytingar en ég hélt og mér finnst ég fyrst núna vera að njóta þess almennilega að búa hérna. Það tekur allt sinn tíma og það er í góðu lagi. Þið megið því búast við alls kyns öðru en rólómyndum á mínum miðlum á næstunni!
Risa myndasúpa frá síðustu vikum..
x
Andrea Röfn
Fylgið mér á instagram @andrearofn
Skrifa Innlegg