fbpx

GOLDEN GLOBE KJÓLARNIR

FJÖLMIÐLARVERÐLAUNAHÁTÍÐVIÐBURÐIR

Einn fárra Hollywood viðburða sem ég hef áhuga á eru Golden Globe verðlaunin, en þau fóru fram í Beverly Hills í gærkvöld. Ég hafði hvorki tíma né orku til að vaka eftir þeim í þetta skiptið en vaknaði spennt í morgun og skoðaði sigurvegara gærkvöldsins og það sem gerir mig alltaf mun spenntari, kjólana.

Þetta eru flottustu kjólarnir að mínu mati:

Margot Robbie – Gucci

Eitt orð: . Þessi leikkona fór frá því að leika í Neighbours í að fara með stórt hlutverk í The Wolf of Wall Street. Ég er mjög hrifin af kjólnum og hún ber hann einstaklega vel.

Emma Watson – Dior Couture

Ég hef alltaf verið aðdáandi Emmu Watson. Hún kom öllum á óvart í gær íklædd kjól og buxum undir. Þetta lúkk fær 10/10 í einkunn frá mér enda fíla ég alltaf þegar fólk gerir eitthvað aðeins öðruvísi, en þó eru margir sem velta vöngum yfir því hvort hún hafi verið of afslöppuð fyrir rauða dregilin með því að mæta í buxum. Ég efast ekki um að nokkrar stjörnurnar hafi öfundað Emmu í gær enda virðist henni líða nokkuð þægilega í sínu outfitti.

Helen Mirren – Jenny Packham

Eins og alltaf er Helen Mirren ein af þeim flottustu. Myntugrænn kjóllinn og aukahlutirnir fara henni fullkomlega.

Naomi Watts – Tom Ford

Silfur, gull og cut-out – virkilega flott.

Maria Menounos – Max Azria Atelier

Sjúkur bleikur kjóll og með mátulega miklu gegnsæju. Taglið toppar svo lúkkið.

Kerry Washington – Balenciaga

Átti eitt af mínum uppáhalds lúkkum í fyrra og það sama á við í ár. Hún geislar í þessum kjól sem ýtir undir fallegu bumbuna hennar. “I feel like I have the best date of the night” sagði hún í viðtali við Ryan Seacrest.

Olivia Wilde – Gucci

Þetta er ein heit verðandi mamma. Gucci fer bumbunni hennar vel! Liturinn er fáránlega flottur.

Cate Blanchett – Armani Collection

Í svörtum með mjög fallegri hálslínu.

Amy Poehler – Stella McCartney

Amy er meira fyrir að láta húmorinn sinn heilla fólk en í gær heillaði stíllinn líka. Glæsileg í svörtum aðsniðnum kjól.

Lupita Nyong’O – Ralph Lauren

Best klædd að mati margra í “cape dress” frá Ralph Lauren. Mjög glæsileg og liturinn passar henni vel.

Mila Kunis – Gucci

Ég er líka aðdáandi Milu, hún er virkilega flott í þessum kjól. Eitthvað fyrir glysgjörnu mig.

—-

Þetta eru mínir uppáhalds kjólar í ár. Margot Robbie og Emma Watson deila fyrsta sætinu að mínu mati.

Endilega skiljið eftir skilaboð ef þið eruð sammála eða ósammála, einnig ef ykkur finnst ég vera að sleppa einhverri glæsipíu. Hér er svo hægt að sjá færsluna mína um verðlaunin í fyrra.

xx

Andrea Röfn

Á ÓSKALISTANUM

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Viktoría

    13. January 2014

    Sammála þessu. Ég mundi þó bæta Sofia Vergara við heildarlookið hennar fannst mér geggjað!

    • Andrea Röfn

      14. January 2014

      Já Viktoría, ég gleymdi henni! Hún var gorgeous í gær :-)