Þið hafið eflaust mörg tekið eftir herferð UN Women sem ber nafnið Fokk ofbeldi. Erna Hrund fjallaði um herferðina hér en mér finnst hún svo falleg að ég vil líka fjalla um hana.
Herferðin er gerð til að vekja athygli á því að vinna þarf sameiginlega gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum sem er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Tölfræði dagsins í dag er sú að
– yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
– konu er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður Afríku
– í Brasilíu deyja 10 konur daglega vegna heimilisofbeldis
UN Women vinnur ötullega að því að breyta þessu. Látum þetta verða árið þar sem breytingar eiga sér stað. Árið sem konur eru frjálsar og án ótta við ofbeldi. Landsmönnum gefst nú tækifæri til taka þátt í byltingunni og gefa ofbeldi fingurinn með því að kaupa Fokk ofbeldi armbandið. Með aukinni vitund eiga breytingar sér stað.
Armböndin fást í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um land allt og kosta 2000 krónur. Við Aron Kristinn litli bróðir erum bæði komin með armbönd og göngum stolt með þau. Ég hvet ykkur til að styrkja þetta fallega málefni og taka um leið afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi.
Í tilefni Fokk ofbeldi herferðarinnar verður Milljarður rís í Hörpu á morgun, föstudag, klukkan 12. UN Women á Íslandi vilja hvetja alla til að mæta með Fokk ofbeldi armböndin sín og dansa í gegnum hádegið við tónlist frá DJ Margeiri. Saga Garðarsdóttir verður kynnir.
Eins og þið sjáið er ég á leiðinni á SÓNAR í kvöld. Leyfi ykkur að fylgjast með bæði hér og á instagram @andrearofn
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg