fbpx

ÉG BÝÐ MIG FRAM

ANDREA RÖFN

Ég býð mig fram er listahátíð á vegum Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur dansara sem frumsýnd verður í vikunni og sýnd í Mengi út nóvember. Unnur hafði samband við 13 listamenn sem sömdu örverk sem hún mun svo flytja. Þeir fengu allir sama bréfið sem byrjaði svona..

Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn…

Allir sögðu já. Listamennirnir eru úr öllum áttum, allt frá dönsurum til tónlistarmanna, ljósmyndara og rithöfunda og sumir höfðu aldrei samið neitt tengt dansi. Þeir eru:

Aðalheiður Halldórsdóttir , Arnór Dan, Bergur Ebbi, Daði Freyr, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hannes Þór Egilsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Vala Kristín, Saga Sig, Ólöf Nordal, Margrét Bjarnadóttir, Barði Jóhannsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. 

Um Ég býð mig fram sagði hún: „Það sem er búið að vera skemmtilegast við þetta ferli er hvað listamennirnir eru að gera ólík örverk og hvað það er gaman að kafa inn í þeirra hugarheim, kynnast þeim og sjá hvernig þau hugsa. Samstarfið hefur verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég er að henda mér í ýmis konar hlutverk og á hlaupum allan daginn í hittingum og á æfingum. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og ögrandi þar sem ég henti mér út í djúpu laugina og bauð mig fram til að framkvæma/flytja það sem listamennirnir vildu. Þetta er algerlega ný nálgun.“

Unnur kenndi mér ballett þegar ég var í Listdansskóla Íslands og við ballettvinkonurnar tölum ennþá um það í dag hversu góður kennari hún var og hversu gott formið okkar var undir hennar leiðsögn. Við Unnur höfum svo unnið saman síðan þá en hún hefur verið dugleg við að choreographa tískusýningar og var til dæmis hluti af Eyland sýningunni á RFF 2016 og Swimslow sýningunni á Hönnunarmars í ár.


Myndir: Saga Sig

Frekari upplýsingar um Ég býð mig fram er að finna hér og miðasalan fer fram á Miði.is, hér.

Andrea Röfn

INSTAGRAM LATELY

Skrifa Innlegg