fbpx

AÞENA RÖFN

AÞENA RÖFN

Takk takk takk fyrir viðbrögðin við síðustu færslu. Fæðingarsagan er klárlega persónulegasta færslan sem ég hef sett hérna inn og það er yndislegt hvað ég hef fengið góð viðbrögð og fallegar kveðjur í kjölfarið!

Dóttir okkar hefur fengið nafnið Aþena Röfn Arnórsdóttir

Fljótlega eftir að við vissum kynið fórum við Arnór að hugsa um nafn á dóttur okkar. Ég vissi að mig langaði að halda Röfn nafninu í fjölskyldunni þar sem mér þykir óendanlega vænt um það nafn. Þegar ég var skírð Röfn voru aðeins tvær aðrar Rafnir, þar af ein þeirra náskyld frænka mín. Lengi vel vorum við þær einu sem báru nafnið, en dag eru 31 Rafnir samkvæmt Íslendingabók, og Aþena Röfn því sú 32. í röðinni. Þar sem nafnið er heldur óalgengt hafa því í gegnum tíðina fylgt margar spurningar út í hvaðan það kemur og hvaða merkingu það hefur. Nafnið er í höfuðið á afa mínum heitnum sem hét Hannes Rafn og í dag á hann þrjár afastelpur og eina langafastelpu sem heita Röfn.

Aþena var síðan nánast eina nafnið sem við ræddum og í hreinskilni sagt man ég varla önnur nöfn sem komu upp í umræðuna. Nafnið hefur mikla merkingu fyrir okkur bæði þar sem við bjuggum í Aþenu og við ræðum það reglulega hvað okkur leið vel þar. Minningarnar okkar frá þessum tíma eru svo góðar og dýrmætar. Nafnið Aþena kemur úr grískri goðafræði en Aþena var gyðja skynsemi og handiðnar, auk þess sem hún var stríðsgyðja. Daginn fyrir fæðinguna leitaði ég uppi merkingu nafnsins í fyrsta sinn og minnti mig svo á í gegnum fæðinguna að lítil stríðsgyðja væri á leiðinni í heiminn og við myndum gera þetta saman, ég og hún. Ég og Aþena Röfn.

Við fengum síðan ótrúlega fallega gjöf frá AGUSTAV eftir fæðinguna – ALIN, mælieiningu í fæðingarlengd. Alin er úr gegnheilum við, með áletruðu nafni, fæðingardegi, þyngd og fæðingartíma grafið í hliðina. Ég er svo ástfangin af þessari hönnun og finnst þetta fullkominn gripur til að varðveita þessar dýrmætu upplýsingar um Aþenu Röfn. Planið er svo að hengja Alin upp á vegg ásamt myndum af henni nýfæddri. Hér getið þið séð meira um Alin sem er falleg hugmynd að sængur- eða skírnargjöf. Á síðunni er svo að finna fleiri vörur frá AGUSTAV – ég er hrifin af svo miklu fleiru frá þeim og efst á mínum óskalista eru speglarnir þeirra og bekkur í anddyrið.    

Aþenan mín. Röfnin mín.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

HALLÓ HEIMUR - FÆÐINGARSAGA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. AndreA

    14. April 2019

    En fallegt naf, passar svo vel & æðislegt að hafa Röfn með <3
    Innilega til hamingju <3