fbpx

GULLFALLEGT HEIMILI FERM LIVING

Á nýliðinni hönnunarhátíð – 3 days of design – í Kaupmannahöfn opnaði mitt uppáhalds merki, Ferm Living dyrnar á “heimilinu” sínu í fyrsta skipti fyrir almenning. Ég var vissulega ekki á staðnum en með nútímatækni var ég í beinni útsendingu alla hátíðina frá þeim merkjum sem ég held mest upp á. Ég hef áður skrifað um Ferm Living heimilið góða – sjá hér – sem staðsett er í hjarta Kaupmannahafnar og hefur allt það sem hefðbundið heimili hefur. Markmiðið þeirra er að sýna ekki eingöngu hvaða vörur þau hafa upp á að bjóða heldur leyfa gestum að finna tilfinninguna hvað einkennir gott heimili að þeirra mati. Þarna má sjá allar vörurnar þeirra á einum stað og sjá hvernig þær skapa þessa fallegu heild.

Heimilið hefur breyst gífurlega mikið frá því að ég sýndi ykkur það í haust svo ég færi ykkur splunkunýtt Ferm Living heimili sem gefur góðar hugmyndir.

Myndir via Ferm Living 

Ég elska lita og mynsturgleðina sem einkennir Ferm Living vörurnar en það má einnig finna ótrúlega fallegt veggfóðursúrval frá þeim. Fyrir áhugasama þá fást vörur Ferm Living m.a. í Epal hér á Íslandi. Myndaveggurinn á fyrstu myndinni þar sem sést inn í stofuna / vinnuaðstöðu er einn sá glæsilegasti sem ég hef séð og er í rauninni það sem gerir þetta sýningarrými að heimili að mínu mati.

Ykkur er velkomið að fylgjast einnig með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

GRÁIR VEGGIR & NOTALEG STEMMING

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Inga Helga

    30. May 2018

    love it <3 ég er að elska þetta veggfóður röndótta :)