fbpx

DÁSAMLEGT FERM LIVING HEIMILI

Heimili

Ferm Living opnaði nýlega glæsilegt sýningarrými THE HOME í hjarta Kaupmannahafnar sem hefur allt það sem hefðbundið heimili hefur. Markmiðið þeirra er að sýna ekki eingöngu hvaða vörur þau hafa upp á að bjóða heldur leyfa gestum að finna tilfinninguna hvað einkennir gott heimili að þeirra mati. Þarna má jú sjá allar vörurnar þeirra á einum stað og sjá hvernig þær skapa þessa fallegu heild. Þarna er hægt að setjast niður og fletta tímaritum eða jafnvel að leggjast upp í rúm, hingað væri ég til í að kíkja í heimsókn!

Sýningarrýmið eða Ferm Living heimilið er með því fallegra sem ég hef séð og ég er viss um að þessar myndir munu veita ykkur innblástur.

Eins og klippt úr tímariti – algjör draumur!

Eigið góða helgi xx

HÉR ERU #BYKOTREND VINNINGSMYNDIRNAR

Skrifa Innlegg