fbpx

HALLÓ HOLLAND

ROTTERDAM

Þá er ég flutt til Rotterdam. Hér verð ég næstu mánuði í skiptinámi við Rotterdam School of Management í Erasmus University, sem er virtur viðskiptaháskóli. Ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman!

Ég bý með tveimur yndislegum stelpum, frá Belgíu og Hollandi, í stórri og fallegri íbúð nálægt bænum og skólanum. Rotterdam er næst stærsta borgin í Hollandi og hér er mikið mannlíf og menning. Borgin er líka vinsæll áfangastaður námsmanna og skiptinema vegna háskólans og því er mikið af fólki á mínum aldri hér.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Screen Shot 2015-09-10 at 22.21.07

Processed with VSCOcam with c1 preset

Innan við viku eftir að ég kom út mættu foreldrar mínir og Aron bróðir til Amsterdam. Við fórum svo öll saman á landsleikinn gegn Hollandi sem var ótrúleg og ógleymanleg upplifun. Í Amsterdam hitti ég svo fullt af uppáhalds fólki og hefði getað verið duglegri á myndavélinni en ég var of upptekin við að njóta!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

ÞVÍLÍKUR LEIKUR –  vægast sagt!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 presetIMG_6740

Processed with VSCOcam with f2 preset

Helginni eyddu þau svo hér í Rotterdam sem var ekkert nema yndislegt. Borgin er stútfull af góðum veitingastöðum og fallegum búðum. Það er vægast sagt erfitt að halda aftur af sér í fatakaupum hér en mér hefur þó tekist það hingað til, fyrir utan hvítan gallajakka sem stökk á mig í Weekday um helgina.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Hlakka til að segja ykkur meira frá lífinu í Rotterdam

xx

Andrea Röfn

TODAY'S FORECAST

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    11. September 2015

    Velkomin á meginlandið elsku Andrea! Myndirnar sýna gott upphaf af spennandi mánuðum. Gangi þér vel :) Hlakka til að fylgjast með