Þá er ég flutt til Rotterdam. Hér verð ég næstu mánuði í skiptinámi við Rotterdam School of Management í Erasmus University, sem er virtur viðskiptaháskóli. Ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman!
Ég bý með tveimur yndislegum stelpum, frá Belgíu og Hollandi, í stórri og fallegri íbúð nálægt bænum og skólanum. Rotterdam er næst stærsta borgin í Hollandi og hér er mikið mannlíf og menning. Borgin er líka vinsæll áfangastaður námsmanna og skiptinema vegna háskólans og því er mikið af fólki á mínum aldri hér.
—
Innan við viku eftir að ég kom út mættu foreldrar mínir og Aron bróðir til Amsterdam. Við fórum svo öll saman á landsleikinn gegn Hollandi sem var ótrúleg og ógleymanleg upplifun. Í Amsterdam hitti ég svo fullt af uppáhalds fólki og hefði getað verið duglegri á myndavélinni en ég var of upptekin við að njóta!
ÞVÍLÍKUR LEIKUR – vægast sagt!
—
Helginni eyddu þau svo hér í Rotterdam sem var ekkert nema yndislegt. Borgin er stútfull af góðum veitingastöðum og fallegum búðum. Það er vægast sagt erfitt að halda aftur af sér í fatakaupum hér en mér hefur þó tekist það hingað til, fyrir utan hvítan gallajakka sem stökk á mig í Weekday um helgina.
Hlakka til að segja ykkur meira frá lífinu í Rotterdam
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg