Ég er sérleg áhugamanneskja um litlar íbúðir og hvernig er hægt að gera þær huggulegar. Það er oft mikil áskorun og ég tala nú ekki um ef að þessi litla íbúð er full af dökkum innréttingum, hurðum eða gólfefni.
Þessi íbúð hér að neðan er aðeins 40 fermetrar en ber það svo sannarlega ekki með sér, hvíti liturinn hefur mikið með það að gera en við vitum jú að hvítur litur lætur rýmin líta út fyrir að vera stærri. Þó er hættan við alhvít rými að þau verði kuldaleg og þá skiptir miklu máli að koma inn með smá hlýju í litum og efnum, t.d. mottur, gardínur ásamt teppi og púðum á sófann.
Þetta er fullkomin stúdentaíbúð, og mikið væri nú gaman ef að verktakarnir sem sjá um byggingar á slíkum íbúðum hér heima hefðu það á bakvið eyrað að hvítt er alltaf málið þegar kemur að litlum leiguíbúðum. Stundum mætti nefnilega halda að það sé verið að gera grín í leigjendum, sérstaklega í íbúðum sem ætlaðar eru nemendum háskólanna, vinkona mín fékk eitt skiptið úthlutaða íbúð með appelsínugulum gólfdúk! Já, appelsínugulum.
Svíarnir hefðu nú hlupið hratt í burtu frá þeirri íbúð:)
Þessi hér að ofan er staðsett í Svíþjóð og er til sölu hér.
Skrifa Innlegg