Melrose Trading Post er flóamarkaður í Los Angeles staðsettur fyrir utan Fairfax high school, á horninu á Melrose og Fairfax. Markaðurinn er haldinn alla sunnudaga og er þar að finna allt milli himins og jarðar; fatnað, skó, fylgihluti, húsgögn, húsmuni, bækur, bíómyndir, mat og lengi mætti telja. Munið þið þegar ég skrifaði um Brooklyn Flea? Ég var yfir mig hrifin af þeim markaði, en Melrose Trading Post er MARGFALT stærri og veglegri! Bara að hann væri ekki svona langt í burtu frá okkur.
Þar sem ég var ekki ein að dunda mér og skoða hvern einasta bás keypti ég ekki mikið. Mér tókst þó að kaupa mér tvo pelsa á slikk enda lítið notagildi í pelsum fyrir íbúa LA.
Þessi mynd varð að fylgja með – ég fæ hroll!
Frábær markaður sem ég mæli með fyrir alla sem heimsækja LA
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg