fbpx

VÆNTANLEGT FRÁ FERM LIVING F/W 15

Hönnun

Danska hönnunarmerkið Ferm Living var að senda frá sér myndir af nýjum og spennandi vörum úr haust og vetrarlínunni þeirra. Það sem er helst í fréttum af þeim er það að í fyrsta sinn munu þeir bjóða upp á húsgögn en þar má m.a. nefna sófa, hliðarborð, legubekk og afar smart plöntustand. Ég tók saman nokkra hluti sem ég er hvað spenntust fyrir. Hér má sjá alla línuna eins og hún leggur sig.

Untitled-1-620x465

Elkeland veggskrautið hefur setið í dálítinn tíma á óskalistanum mínum svo það gladdi mig mikið að sjá að Ferm Living hæfi núna framleiðslu á þeim enda hefur listakonan ekki haft undan pöntunum, púðarnir eru líka sérstaklega smart og eiga mögulega eftir að eignast stað á mínu heimili. Legubekkir hafa notið ótrúlegra vinsælda undanfarið þrátt fyrir það að vera ekki beint praktíkasta húsgagnið. Svo er ég ánægð að sjá hvað fyrirtækin eru að taka vel í plöntutrendið sem hefur varla farið framhjá ykkur, allskyns fínar mublur sérstaklega hannaðar undir grænu vini okkar!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

SÆNSKUR SVEITASJARMI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Brynja Sóley

    14. August 2015

    Ég næ ekki að opna linkinn :S