fbpx

SUNNUDAGSLINNLIT // VASAGATAN

Heimili

Það er eitthvað svo ótrúlega notalegt við tilhugsunina að eiga arinn í stofunni en þeir eru algeng sjón á norrænum heimilum eins og þessu hér að neðan. En þó veit ég um nokkur falleg íslensk heimili með arni, sem öll eiga það sameiginlegt að nota þá aldrei? Kannski er það bara hugmyndin sem er svona hlýleg eftir allt ♡

Hér má sjá nokkur hönnunaríkon en efst á listanum eru Wassily stólar Bauhaus hönnuðarins Marcel Breuer, mér persónulega þykir stóllinn einstaklega óþægilegur en flottur er hann. Næst má nefna Semi Pendant ljósið sem framleitt er af Gubi, ef ég ætti ekki PH5 yfir eldhúskróknum mínum þá væri þetta ljós á óskalistanum, en í þessum eldhúskrók má svo sjá klassíska 3ja fóta Maura Arne Jacobsen. Litapallettan er lágstemmd svo hver hlutur fær að njóta sín, en íbúðin er til sölu og má sjá fleiri myndir hér fyrir áhugasama.

Ég vona að þið hafið átt notalega helgi, ég er annars byrjuð að taka saman skemmtilegar færslur um síðustu daga sem ég eyddi í Stokkhólmi umkringd spennandi hönnunarnýjungum!

Myndir via Alvhem

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMSINS FALLEGASTA PARKETIÐ

Skrifa Innlegg