Litlar íbúðir bjóða oft upp á ótrúlega marga möguleika og litlar breytingar koma þér yfirleitt mjög langt. Hér býr Tomai Nordgren, sænskur smekksmaður sem sá mikla möguleika í þessari 40 fermetra íbúð. Það var algjört lykilatriði að brjóta vegg á milli svefnherbergis og eldhúss og útbúa þar glugga sem hleypir dagsbirtu inn – hugmyndina sá hann á Pinterest, ég hef einnig bloggað um nokkrar slíkar íbúðir, en þetta segir hann hafa skipt mestu máli og íbúðin samstundis “stækkað”. Hann Tomai talar einnig um það í nýlegu viðtali við Elle Decoration hversu miklu máli skiptir að blanda saman persónulegum munum við hönnunarvörur, t.d. Flos lampann og hluti frá H&M Home – það er lykillinn að fallegu heimili og gæti ég ekki verið meira sammála.
Kíkjum í heimsókn –
-Viðtalið má lesa í heild sinni á Elle Decoration með því að smella hér –
Þetta heimili er algjört gull og ég elska hvernig hann færir inn liti í fallegum skrautmunum og vinnur með andstæður sem “poppa” heildina upp.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg