Var ég ekki búin að lofa að sýna ykkur fullt af hollenskum heimilum, jú ég hélt það nefnilega! Hér er eitt æðislegt heimili en hér býr bloggarinn og hönnuðurinn Marij Hessel en hún heldur úti bloggsíðunni My Attic. Þar deilir hún reglulega myndum af heimilinu sínu sem er mjög skemmtilegt og þaðan má fá fullt að hugmyndum. Stíllinn er kvenlegur og smá krúttaður og hlutirnir virðast vera héðan og þaðan, bæði nýjir og notaðir sem hún hefur fundið á flóamörkuðum. Ég hef mjög gaman af svona heimilum þar sem gamalt og nýtt mætist, og hér finnst mér það hafa heppnast sérstaklega vel.
Myndir via My Attic / Marij Hessel
Ég er sérstaklega hrifin af fagurbláa litnum á einum vegg heimilisins, ekkert ósvipaður litnum sem við máluðum í herberginu hans Bjarts. Marij virðist svo hafa notað afgangsmálningu og málað einn koll í þessum fallega lit, sem kemur dálítið skemmtilega út. Stofan finnst mér líka æðisleg, litrík og hressandi með hlutum úr öllum áttum, svo skorar svefnherbergið reyndar mjög hátt en þessi myndaveggur er virkilega töff. Ef ég mætti breyta einhverju þá yrðu það eldhússtólarnir, mér finnst þeir vera of ‘heavy’ þegar borðið er líka í svipuðum stíl.
Hvaða rými er í uppáhaldi hjá þér?
x Svana
Ekki missa af neinu, fylgdu endilega Svart á hvítu á facebook, hér.
Skrifa Innlegg