NÝJA STOFAN ♡

HeimiliPersónulegt

Þá er það loksins fyrsta myndin af stofunni eftir breytingar. Það er vissulega ekki allt alveg tilbúið og ég er enn eftir að raða á veggi og koma nokkrum hlutum betur fyrir, þessvegna fáið þið aðeins eitt sjónarhorn í dag. Ég geri mér mjög vel grein fyrir því að fyrr eða síðar munu koma blettir í sófann og ég er alveg pollróleg yfir því, þá fer ég einfaldlega með áklæðið í hreinsun. Ég er enn sem komið er mjög ánægð með sófann og það er allt mikið bjartara og fallegra í stofunni núna, bleiki liturinn er dásamlegur og ég svíf á bleiku skýi. Að sjálfsögðu er ég líka einstaklega hamingjusöm að minn maður setur sig ekkert á móti svona hlutum, ég held hreinlega að hann hafi lítið spáð í bleika litnum því hann er svo hamingjusamur að hafa eignast tungusófa. Ólíkar þarfir! Ég vona að sófinn komi til með að eldast ágætlega, en Karlstad sófinn okkar gerði það ekki. Púðarnir urðu fljótlega smá sjúskaðir og fyllinginn breytti um lögun. Ég tók eftir því að sama fylling er í þessum púðum svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um það þó svo að sófar séu vissulega til að kúra í og koma sér vel fyrir. Ásamt því að sonur minn er sérlega áhugasamur um allskyns sófabrölt. Þetta er að minnsta kosti fyrsta myndin – við tökum bara stöðuna aftur eftir nokkra mánuði.

instagram @ svana.svartahvitu

Þegar ég lít á stofuna mína í dag er ég mjög sátt en ég hafði ekki verið ánægð með hana í langan tíma, það var alltaf eitthvað sem truflaði mig. En af öllum þessum hlutum sem sjá má í stofunni þá nær aldrei neitt að toppa persónulegu hlutina, t.d. skenkinn sem Andrés smíðaði, fuglinn sem ég uppstoppaði og kertastjakana sem afi renndi. Eitthvað nýtt – eitthvað gamalt – eitthvað persónulegt er hin fullkomna blanda að heimili þar sem okkur líður vel á.

SAFNARINN ÉG…

PersónulegtStofa

Hér hafa nokkrir hlutir bæst við síðan síðast, og allt er að verða dálítið ofhlaðið í stofunni en það er akkúrat þannig sem ég vil hafa það. Ég rændi reyndar mömmu um daginn en á meðan hún var ekki heima þá fór ég og sótti þennan “fugl” í glerboxinu sem að ég gerði fyrir nokkrum árum síðan og gaf henni svo reyndar. Mig langaði bara til að máta hann aðeins í stofuna mína, ég á reyndar ekkert sem ég gæti boðið henni í staðinn svo ég þarf að öllum líkindum að skila honum aftur. En á meðan ætla ég að njóta hans, ég man bara hvað ég var komið með hrikalega mikið nóg af þessum “fuglum” eftir að hafa eytt hrikalega löngum tíma í rannsóknarvinnu (nenni eiginlega ekki að fara út í það en þeir voru útskriftarverkefnið mitt) og ég lét þá frá mér tvo fallegustu fuglana en hélt sjálf eftir þremur sem voru minna uppáhalds. Stundum sé ég eftir þeim, en mögulega þarf ég bara að taka upp hanskana og búa til fleiri… hvernig væri það nú:)

20150915_101010

Stundum vantar mig hreinlega nokkrar auka klukkustundir í daginn til að geta gert allt það sem mig langar til að gera. Ætli það hugsi svosem ekki flestir þannig:) Þessi mynd er af Instagraminu mínu sem ykkur er velkomið að fylgja @svana_ 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

SKEMMTILEGUR STÍLL Á HEIMILI BLOGGARA

Heimili

Var ég ekki búin að lofa að sýna ykkur fullt af hollenskum heimilum, jú ég hélt það nefnilega! Hér er eitt æðislegt heimili en hér býr bloggarinn og hönnuðurinn Marij Hessel en hún heldur úti bloggsíðunni My Attic. Þar deilir hún reglulega myndum af heimilinu sínu sem er mjög skemmtilegt og þaðan má fá fullt að hugmyndum. Stíllinn er kvenlegur og smá krúttaður og hlutirnir virðast vera héðan og þaðan, bæði nýjir og notaðir sem hún hefur fundið á flóamörkuðum. Ég hef mjög gaman af svona heimilum þar sem gamalt og nýtt mætist, og hér finnst mér það hafa heppnast sérstaklega vel.

marij1dmarij1bDSC_5086marij9DSC_4478DSC_5684DSC_8534A marij3 DSC_3689DSC_5108marij7DSC_5113

 Myndir via My Attic / Marij Hessel

Ég er sérstaklega hrifin af fagurbláa litnum á einum vegg heimilisins, ekkert ósvipaður litnum sem við máluðum í herberginu hans Bjarts. Marij virðist svo hafa notað afgangsmálningu og málað einn koll í þessum fallega lit, sem kemur dálítið skemmtilega út. Stofan finnst mér líka æðisleg, litrík og hressandi með hlutum úr öllum áttum, svo skorar svefnherbergið reyndar mjög hátt en þessi myndaveggur er virkilega töff. Ef ég mætti breyta einhverju þá yrðu það eldhússtólarnir, mér finnst þeir vera of ‘heavy’ þegar borðið er líka í svipuðum stíl.

Hvaða rými er í uppáhaldi hjá þér?

x Svana

Ekki missa af neinu, fylgdu endilega Svart á hvítu á facebook, hér.  

TÖLVUTEIKNAÐ HEIMILI

HeimiliHönnunStofa

Ég er ekki að grínast í ykkur en myndirnar hér að neðan af þessari súper smekklegu stofu eru tölvuteikningar!

48b6a3408d8b0743f252b95c443e1a2ba11888c961122e703bf8932efa1ecb4a 9164acea6ecf4f98d3cc3042db538af4 7667abd3d1c5554c02de624bc67a8c8c 795c50f9a66a59f06d4ceeb8ebbf5613

Snillingurinn á bakvið þessar myndir er þrívíddarlistakona Raya Todorova, þetta er ekki eina rýmið sem hún hefur teiknað en hægt er að skoða fleiri verk eftir hana -hér. 

Hún hefur þó ansi góðan smekk þessi stelpa, Muuto stacked shelf, Coppershade og Tablo table eru greinilega á óskalistanum hennar:)