fbpx

SJARMERANDI HEIMILI MEÐ BLÁUM TÓNUM

Heimili

Þetta fallega heimili vakti athygli mína á netvafri kvöldsins. Litirnir eru sérstaklega fallegir, dökkmálað svefnherbergið og bláir tónar sem teygja anga sína um allt heimilið, bláar eldhúsinnréttingar, bláir púðar í stofunni og bláir skápar í forstofu. Heimilið er hlýlegt með úrvali af listaverkum og ljósmyndum á veggjum ásamt fallegum smáatriðum. Það er ekki erfitt að finna innblástur frá þessum myndum og ætla ég að vista nokkrar þeirra á Pinterest til að geta flett þeim upp síðar, svefnherberginu vil ég ekki gleyma enda algjör draumur. 

Myndir via Historiska Hem

22 BLEIK ELDHÚS

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Guðrún Rósa

  21. June 2017

  Yndislegt heimili

 2. Guđbjörg Valdís

  22. June 2017

  Dásamlega fallegt!

 3. Dagný Ómars

  22. June 2017

  Ég er mjööög veik fyrir öllu bláu (bláum fötum, teppum, punti, name it). Bý semsagt í gömlu húsi á Seyðisfirði sem við erum loksins að byrja á að gera við að utan. Kallinn sér alfarið um það en ég hins vegar hugsa bara um það inni og “dekkoreita” í huganum alveg á milljón en mig langar semsagt að mála litla “hjóna”herbergið okkar, sem er btw. mjög lítið og undir súð, alveg dökkblátt !! Held það komi sjúklega vel út þó það sé lítið, hvað heldur þú?

  • Svart á Hvítu

   22. June 2017

   Já do it! Finnst það hljóma æðislega og vá hvað þið munið sofa vel þar. Ég sef töluvert betur eftir að við máluðum svefnherbergið okkar blátt:)
   Mitt atkvæði fer á það!:)

   • Dagný

    25. June 2017

    Takk fyrir svarið, mun klárlega gera það :)

 4. Hólmfríður

  22. June 2017

  Blár er minn uppáhalds litur, flottar myndir!

  • Svart á Hvítu

   22. June 2017

   Æðislegur litur, ég sjálf gef honum ekki nógu oft tækifæri. Þetta heimili snýr mér alveg við:)

 5. Sigrún

  22. June 2017

  Svo fallegt! Ekki er möguleiki á að þú vitir hvaðan spegillinn er sem er fyrir ofan stólinn, finnst ég svo kannast við þessa hönnun.

  • Svart á Hvítu

   23. June 2017

   Nei því miður, en finnst ég þó einmitt hafa séð hann áður. Hef þó séð svona hilluspegla víða, og ef þú flettir upp á google “shelf mirror” koma upp margar týpur:)

   • Sigrún

    24. June 2017

    Takk fyrir þetta :)

 6. Þórdís Lára Ingadóttir

  17. May 2018

  Takk fyrir innblásturinn