…síðasta innlitið sem ég birti fyrir jól og það er ekki jólalegra en þetta:) Ég er farin að efast um að ég sé komin í nógu mikið jólaskap, en það hlýtur að koma í dag, þá verða keyptar síðustu gjafirnar, rölt laugarveginn, horft á jólamynd og pakkað inn gjöfunum:)
Innlitið kemur frá snillingunum hjá sænsku fasteignasölunni Fantastik Frank, mjög “hipp og kúl” íbúð sem staðsett er á Kungsholmen, Stokkhólmi.
Ég elska þessa borðlampa í svefnherberginu, mér finnst líka áhugavert að á þessu heimili eru allar plöntur uppi á borðum, takið eftir því. Það hefur verið smá vinsælt undanfarið, að stilla pottaplöntum upp á ótrúlegum stöðum, ekki bara á gólfið.
Það sem að greip mig við þetta heimili er eldhúsið, speglarnir á milli innréttinganna eru ótrúlega töff, ég ímynda mér þó að það sé ekki gaman að halda þeim hreinum.
Það má ekki gleyma að skreyta smá líka á baðherberginu, þessi myndaveggur er flottur.
Fleiri myndir er hægt að skoða hér,
Ég vona svo að dagurinn ykkar verði ótrúlega góður og laus við allt stress!
☆☆☆
Skrifa Innlegg