fbpx

HEIMA UM JÓLIN

HeimiliÍslensk hönnunPersónulegt

Það lítur allt út fyrir að ég hafi gleymt að skreyta um jólin? Ég hef allavega ekki ennþá gefið mér tíma í það, en svona lítur stofan mín út í dag:) Þarna má reyndar sjá nýja Svansteppið mitt frá Vík Prjónsdóttur! Það er jólagjöfin mín frá mér í ár og ég eeeelska það.IMAG4107

Það er reyndar aðeins meira en teppi, það er í fullkominni stærð til að henda yfir sig og nota þá einnig sem flík, eins og risavaxinn trefill/yfirhöfn, ég sver það:)

IMAG4112

Þegar allt er spikk og span hér heima þá hef ég fyrir því að brjóta það saman… en oftast er það svona…

IMAG4117

Haha það er ótrúlegt hvað kettir sækja mikið í ull, hann lætur það ekki vera!

Ég er vonandi ekki ein um það að vera ekki búin að jóla meira fyrir heimilið, ég hef þó ennþá einn dag í viðbót:)

BIRTA BJÖRNS & JÚNIFORMDRAUMURINN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hildur systir

    22. December 2013

    ohh eg sem keypti svona handa þer í jólagjöf….. ég neyðist þa bara til að eiga það :) hvar er verndarvængurinn gamli?

    • Svart á Hvítu

      22. December 2013

      Hann endaði uppí rúmi í nótt… mér var svo kalt! :)

  2. Sigga E

    22. December 2013

    En fyndið hundarnir mínir tveir slást alveg um það að ná Ratzer teppinu til að kúra með. Oftar en ekki þá enda þau saman í haug á teppinu og ég með ikea teppi. ;)