fbpx

SÆNGURGJAFIR

Persónulegt

Ég fékk fyrirspurn í tölvupósti varðandi hvaða sængurgjafir hafa staðið uppúr hjá mér sem ég fékk eftir að Bjartur fæddist, oft veit maður ekkert hvað manni vantar eða jafnvel hvað maður eigi að gefa sjálfur vinkonum sínum. Ég ákvað að svara fyrirspurninni með stuttri færslu til að fleiri njóti (og til að ég fái afsökun til að birta eina krúttmynd af Bjarti).

bjartur

Ég fékk Babynest frá einni vinkonu minni í gjöf sem hefur komið sér einstaklega vel og verið notað frá fyrsta degi. Bjartur sefur á milli okkar uppi í rúmi í þessu og er í leiðinni mjög öruggur, mér líður líka betur vitandi það að ég geti ekki velt mér óvart á hann í svefni. Svo færi ég það yfir í vögguna hans á daginn en það fer mjög vel um svona lítil kríli með smá stuðning við sig. Án efa ein uppáhaldsgjöfin okkar:)  Á Íslandi er Petit.is söluaðili.

Á myndinni má líka sjá gírafann sem hann fékk frá vinkonum mínum í gjöf og hann sofnar við hann öll kvöld en það er hægt að velja um nokkur róandi hljóð. Ég geri ráð fyrir að flestar barnavöruverslanir selji þennan fína gíraffa:)

skart

Svo þykir mér mjög vænt um þetta hálsmen sem ég fékk frá mömmu daginn sem við komum heim af spítalanum en á því stendur Mamma. Það er frá Siggu & Timo en ég fór svo með það og lét bæta á hina hliðina nafninu hans og fótspori sem var tekið af honum uppá fæðingadeild. Pínulítið og krúttlegt:)

Þessar gjafir hafa mikið verið notaðar ásamt auðvitað svo mörgum öðrum fallegum gjöfum sem við/hann fengum.

x svana

INNLIT: @INGRIDPALL

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Sara

    10. November 2014

    Vá fallegt hálsmenn! Magnað að setja fótsporið, hvar léstu gera það? Fallegar og nytsamar sængurgjafir.

    • Svart á Hvítu

      10. November 2014

      Það var líka hjá Siggu & Timo í Hafnarfirðinum, þau skönnuðu inn fótspor sem ég kom með og settu það á með laser. Þetta er eitthvað nýtt sem þau bjóða uppá finnst það algjör snillD:)

  2. Rakel

    10. November 2014

    Elsku molinn minn, ekkert eðlilega sætur og glaður :)
    Hálsmenið er æðislega fallegt!

  3. Hanna D

    10. November 2014

    Fullkominn!

  4. Klara Hjartar

    11. November 2014

    Svo sætur hann Bjartur, gaman að sjá ykkur í dag :) Baby nest er algjört möst! Við Vaka elskum okkar :)