fbpx

PH5 LJÓSIÐ VÆNTANLEGT Í MONOCHROME

FréttirHönnun

Ein af mest spennandi haustfréttunum úr hönnunarheiminum er þessi hér – klassíska PH5 ljósið sem allir þekkja kemur nú út í fyrsta sinn í monochrome útgáfu eða einlitað, bæði stangir og skermur í annaðhvort hvítu, svörtu eða skærbláu sem mun án efa gleðja marga.

PH5 ljósið, hannað af Poul Henningsen og framleitt af Louis Poulsen kom fyrst á markað árið 1958 og þótti vera byltingarkennd hönnun, hefur sannarlega staðist tímans tönn og er í dag heimsþekkt hönnunartákn. Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði og á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring. PH5 hefur verið framleitt í fjölmörgum litum síðustu áratugi og verður spennandi að sjá viðtökur á þessari nýju útgáfu. Hingað til hefur PH5 í hvítu verið mest eftirsótt en aðeins fáanlegt í white classic sem er með bláu inní og bláum stöngum og white modern sem er með bleiku inní og koparstöngum.

Það hefur því lengi verið beðið eftir alhvítum PH5 en bláa og svarta eru líka mjög smart.

 

Myndir // Louis Poulsen

Fyrir áhugasama þá forvitnaðist ég aðeins um ljósið hjá Epal og kemur PH5 Monochrome til landsins um miðjan október.

Hvernig lýst ykkur á þessar fréttir?

EINSTAKT HEIMILI ELÍSABETAR ÖLMU & FJÖLSKYLDU

Skrifa Innlegg