fbpx

EINSTAKT HEIMILI ELÍSABETAR ÖLMU & FJÖLSKYLDU

BaðherbergiHeimiliÍslensk heimiliList

Hér er á ferð æðislega fallegt heimili fullt af íslenskri list og vandaðri hönnun. Elísabet Alma Svendsen smekksdama býr hér ásamt fjölskyldu sinni en hún er hönnuður og listrænn ráðgjafi og eigandi Listval sem er ráðgjafarþjónusta sem aðstoðar við myndlistarval. Ótrúlega spennandi þjónusta verð ég nú að segja – vonandi mun ég nýta mér hana einn daginn en eins og sjá má þá er Elísabet Alma með einstaklega gott auga fyrir því sem er fallegt. Sjáið þetta dásamlega heimili sem hún hefur skapað fjölskyldunni.

Fyrir áhugasama þá er húsið, sem staðsett er á Seltjarnarnesi nú komið á sölu, smellið hér fyrir fleiri upplýsingar. 

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Þvílíkur draumur – allt svo dásamlega fallegt. Baðherbergið er með því fallegra sem ég hef séð, sólstofan er æðisleg og svo öll listaverkin sem eru algjörlega punkturinn yfir i-ið.

HLÝLEGUR & PERSÓNULEGUR STÍLL

Skrifa Innlegg