fbpx

PENTHOUSE Á MALLORCA – DRAUMUR!

Heimili

Hvað er meira viðeigandi en að skoða fallegt heimili á Mallorca á þessum heitasta degi ársins á Íslandi? Mikið er ég sátt við þá ákvörðun að eyða fríinu innanlands (lesist: heima) til að eiga fyrir framkvæmdum á heimilinu því sumarið hefur verið eins og draumur. Í dag leið mér hreinlega eins og ég væri stödd á sólarströnd og því skemmtileg tilviljun að heimilið sem ég deili með ykkur í dag er með útsýni yfir ströndina. Sjáið þetta fallega heimili, stíllinn er fágaður með smá skandinavísku yfirbragði. Spánski stóllinn eftir danska hönnuðinn Børge Mogensen setur svo punktinn yfir i-ið, ansi viðeigandi hönnun ekki satt!

  Via Residence Magazine

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÓSKALISTINN // JÚLÍ

Skrifa Innlegg