fbpx

PÁSKAFRÍIÐ OKKAR

Persónulegt

Páskafríið hefur verið einstaklega ljúft hjá okkur fjölskyldunni, við höfum verið á dálitlu flakki fram og tilbaka í bústaðinn sem hefur reynst dýrmætt athvarf fyrir okkur öll þ.m.t. mömmu og pabba sem ég gruna að séu stundum að forða sér þangað í rólegheitin bara tvö. Í þessum skrifuðu orðum er Bjartur Elías ásamt frænda sínum einmitt í bústaðnum í næturgistingu hjá ömmu sinni og afa sem er ómetanlegt fyrir alla. Páskarnir í ár voru fyrstu “hátíðarhöldin” sem við höldum hér á heimili foreldra minna og skreytti ég því örlítið með mínum hlutum þegar ég dekkaði páskaborðið, en ég er með þrjá plastkassa geymda undir rúmi þar sem ég geymi nokkra uppáhalds hluti sem ég vil geta nálgast haha.

Spariklæddur á Páskadag ♡

Ég sem var búin að ákveða að eyða minni pening í blóm í ár gat ekki staðist þessa bleiku túlípana…

Að mála páskaegg hefur verið partur af mínum páskum frá því ég var lítil og þetta var í annað sinn sem Bjartur Elías málar líka páskaegg / tóm. Það er þó gott ráð að lakka yfir þau svo þau endist betur, en í páskaskrautinu sem ég dró upp hjá mömmu fann ég egg síðan ég var á leikskóla en þau eru líka lökkuð…

Notalegheit í bústað er það besta sem ég veit og vá hvað það er gaman fyrir svona lítil kríli að geta komist í sveitina og leikið sér úti áhyggjulaus. Og ég tala nú ekki um að fá að eiga gæðastundir með fjölskyldunni þar sem allir eru ekki uppteknir í tölvu, síma eða vinnu. Það er eitthvað sem ég hef áhyggjur af og reyni mitt besta að vera ekki hangandi í þessum tækjum fyrir framan Bjart Elías, stundum er bara svo innilega gott og hollt að gera ekki neitt nema bara vera…

Ég vona að fríið ykkar hafi verið notalegt, ég er að koma mér í gang – já enn eina ferðina, eftir súkkulaðihúðaða daga og með mælingu hjá Fitsuccess rétt handan við hornið. Ég hef ekki verið að standa mig nógu vel undanfarið í matarræði og árangurinn staðið í stað þrátt fyrir mikla hreyfingu. En batnandi fólki er best að lifa og allt það haha….

PÁSKASKREYTINGAR AÐ HÆTTI ÞÓRUNNAR HÖGNA

Skrifa Innlegg