fbpx

PÁSKASKREYTINGAR AÐ HÆTTI ÞÓRUNNAR HÖGNA

DIYHugmyndir

Með páskana rétt handan við hornið er tilvalið að kíkja á glæsilegar páskaskreytingar hjá skreytingardrottningunni Þórunni Högna. Ég hreinlega elska hvað hún er hugmyndarík og hennar innilega áhuga á skreytingum og að gera fallegt í kringum sig, hvað þá að leyfa okkur hinum svo að fá hugmyndir frá sér. Þemað er hvítt, gyllt og gult með nóg af glimmeri. Fallegar útprentaðar páskamyndir fá að hvíla á servíettum ásamt því að nokkrar eru hengdar á páskagreinar til skrauts ásamt skreyttum eggjum. Einstaklega sætar páskamöffins setja svo punktinn yfir i-ið með páskaeggjum og súkkulaðikanínu.

Útkoman er æðisleg! Takk elsku Þórunn Högna fyrir þína skreytingagleði og leyfa okkur að fylgjast með ♡

Dásamlega fallegar páskamöffins! 

Gyllti borðinn er frá Hjarn Living og stjakarnir frá Snúrunni. Litlu myndirnar á greininni lét Þórunn gera í Pixel og setti svo borða á. Hvítur pappadúkurinn er frá Duni og gyllta ræman er innpökkunarpappír frá Søstrene Grenes. 

” Ég bjó til lítið hreiður úr greinum úr garðinum og eggin ofan í eru gömul frá Pottery barn.”

Stóra kanínan er frá Kinderegg og litlu kanínurnar voru steyptar í mót frá Allt í köku.

Gylltu kanínurnar eru límmiðar úr Tiger sem Þórunn glimmerhúðaði – góð hugmynd!

Myndir : Þórunn Högna

Þessar myndir veita mikinn innblástur fyrir komandi páskaveislur og um að gera að leika sumar hugmyndirnar eftir og hafa fallega skreytt páskaborð um helgina. Ég vona að páskafríið sé að leggjast vel í ykkur flest – Gleðilega páska ♡

FERMINGARGJAFIR & SKREYTINGAR

Skrifa Innlegg