fbpx

FERMINGARGJAFIR & SKREYTINGAR

HugmyndirVerslað

Fermingartíminn er aldeilis runninn upp og er ég venju samkvæmt byrjuð að aðstoða lesendur við hugmyndir að gjöfum. Það getur reynst erfitt að vita hvað 14 ára unglingar óska sér og mögulega er ég ekki með á hreinu hver vinsælasta gjöfin er í ár, enda lít ég svo á að fermingargjafir eiga að vera klassískar sem geta elst með fermingarbarninu.

Ég tók saman nokkrar hugmyndir sem veita ykkur vonandi innblástur ef þið eruð að vandræðast með fermingargjöf. Margir unglingar hafa alveg jafn mikinn áhuga og við að hafa fallegt í kringum sig og því um að gera að gefa þeim fallega hluti í herbergið svo þau geti stolt boðið vinum í heimsókn. Fyrstu hugmyndirnar sem ég tók saman eru mögulega dálítið kvenlegar en þó vil ég taka fram að allir bleiku hlutirnir sem ég sýni fást allir í öðrum litum og gætu þ.a.l. hentað betur fyrir drengi.

//1. Plakat, Dimm.is.  //2. Ballroom ljós, Snúran.  //3. Pov circle, Epal.  //4. Componibili náttborð, Epal og Casa.  //5. Ferm Living vírakarfa, Epal og Hrím.  //6. Hálsmen Hlín Reykdal.  //7. iittala Aarre hanki, Casa og iittala Kringlunni.  //8. Jansen+co kertastjaki, Kokka.  //9. Aalto vasi, sölustaðir iittala.  //10. Bleik rúmföt, Dimm.is.  //11. Vitriini skartgripaskrín, Casa og iittala Kringlunni.  //12. Ullarteppi, Kokka. 

Svo er það nú eitt sem ég hef alltaf átt smá erfitt með að skilja, það er þetta væmna þema sem virðist svo oft fylgja fermingarveislum. Ég vona að ég sé enga að móðga með þessum hugleiðingum en þeir unglingar sem ég kannast við eru aldeilis ekki með væmið yfirbragð í fatnaði né framkomu;) Ef ég væri að ferma þá myndi ég velja örlítið hressari skreytingar og hafa smá vorfíling yfir veislunni, fermingar eru jú viss vorboði og einnig er skemmtilegt að vinna með einhverskonar litaþema í blöðrum og borðskreytingum.

Myndina hér að ofan tók ég saman með vörum frá Pippu en þær voru okkur einmitt innan handar fyrir Trendnet partýið fyrr á árinu. Á vefsíðu Pippa.is má skoða allt skrautið eftir flokkum og fann ég þennan líka fína fermingarflokk – mæli með að skoða.

Ég myndi hafa í “minni veislu” fullt af blöðrum og í hverri blöðru að hengja á gull eða silfurband, ásamt því sé ég fyrir með að hafa töff mynstraðar servíettur og láta áletra ásamt því að bæta við á borðin klipptum greinum, t.d. eucalyptus og rósum. Svo væri jafnvel skemmtilegt að hafa myndahorn þar sem gestir gætu látið taka af sér Poloroid myndir og væri hornið einnig skreytt í takt við þema. Æ ég er alveg farin að gleyma mér hérna… alveg 11 ár til stefnu!

Þið sem eruð að ferma í ár – gangi ykkur vel og njótið ♡

MÚMÍN SUMARBOLLINN : GOING ON VACATION

Skrifa Innlegg