fbpx

ÓSKALISTINN // JÚLÍ

Óskalistinn

Júlí ó elsku júlí… það sem ég hef beðið eftir þessum mánuði þar sem það styttist óðfluga í sumarfrí okkar fjölskyldunnar eftir nokkra daga. Við ætlum að heimsækja Kaupmannahöfn og sænskt sveitalíf til góðra vina. Núna er ég farin að spýta í lófana til að vera búin að vinna af mér frídagana – halló verktakalíf. En vá hvað ég hlakka til ♡ Uppáhalds bloggin mín eins og þið vitið eru óskalistarnir góðu, hér er einn djúsí júlí óskalisti mættur!

 – Óskalistinn –

1. Inika gloss í Mocha lit, fæst hér.  // 2. Bleik og falleg Essence glös ásamt karöflu frá Iittala, ef þessi litur er kominn til landsins þá verður hann brátt minn! // 3. Íþróttaföt.. ég er forfallin Nike aðdáandi og án nokkrar ástæðu virðist bara eiga frá því merki sem ég hef keypt mér sjálf. Þessi bolur er æði – fæst hér. // 4. Falleg teikning eftir listamanninn Benedikt Gröndal sem ég held mikið uppá. Fæst í Safnbúð Reykjavíkur, m.a. Borgarsögusafn Reykjavíkur, Aðalstræti 10. // 5. Taccia lampi Achille Castiglioni er draumur, fæst í Lumex. // Bleikir íþróttaskór – mínir eru orðnir smá slitnir eftir stanslausa notkun í eitt og hálft ár og líklega kominn tími á endurnýjun. Þessir eru bjútí – fást hér. // 6. Marc Jacobs Snapshot leðurveski, ég er almennt ekki upptekin af merkjavörum þegar kemur að dýrum veskjum og þetta er í “ódýrari” kantinum. Hægt að kaupa margar mismunandi ólar sem heillar mig – þessi verður mín ásamt draumaól sem ég er enn að leita að enda uppseld með öllu. Megið giska með hvernig printi! // 8. Senso leðurskór frá Apríl hafa verið lengi á óskalistanum, fást hér. // 9. Brauðbox er eitthvað sem ég vissi ekki að mig vantaði, en að hafa brauðpoka og flatkökur út og suður í eldhúsinu er ekki smart. Þessi er hinsvegar smart! Fæst hjá Dimm.is. // Kokteilahristari er möst á hvert heimili – þessi svarti og matti frá Stelton (sett) er bjútí, fæst hjá Kokku, sjá hér.

Hvernig lýst ykkur á óskalistann að þessu sinni? Ég elska að taka saman vörur úr öllum áttum – punt fyrir heimilið ásamt hlutum sem mig persónulega langar í eða hreinlega vantar! Þangað til næst ♡

STÓRGLÆSILEGT ÍSLENSKT HEIMILI TIL SÖLU

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Jáá .. akkurat. Óskalisti segiru. Þinn er góður – ég pósta honum bara líka hjá mér – er það ekki alveg í góðu? <3

    • Svart á Hvítu

      6. July 2018

      Hahahahah jú do it!!
      Hva eru Bali búar ekki með photoshop til að redda þér;);)

      • Elísabet Gunnars

        7. July 2018

        Þarf að athuga þetta ? èg fattaði ekki einu sinni að það væri kominn juli haha