fbpx

ÓSKALISTINN: Í BARNAHERBERGIÐ

BarnaherbergiÓskalistinnPersónulegt

 

Barna

Þegar mér leiðist þá á ég það til að opna Photoshop og föndra svona óskalista. Í þetta skiptið var þemað barnaherbergið, ég er gengin tæpar 36 vikur svo það er mjög gaman að leyfa sér að dreyma um svona hluti. Ég á reyndar nú þegar tvennt á þessari mynd sem ég hef lengi ætlað að hafa í barnaherbergi en hefur hingað til verið í geymslu, það er Pinocchio teppið frá Hay og Svanaóróinn frá Flensted Mobiles.

Annað sem situr á óskalistanum er gullfallega Kili barnarúmið frá Sebra, Trip Trap stóll (ég ætla reyndar að eignast svartan en fannst þessi passa betur við litina á myndinni:) Rúmfötin frá By Nord eru dásamleg og dýraveggfóðrið sem fæst hjá Esja Dekor.is er líka draumur í dós. Heklaður skemill kæmi sér vel til að geta hvílt lúna fætur -þennan fann ég á google en ég hef ekki rekist á svona hér á landi nýlega. Ég er mjög skotin í loftbelgjunum sem fást í My Concept store og gæti vel hugsað mér einn í barnaherbergið, mér finnst þeir svo ævintýralegir og skemmtilegir. Og síðast en ekki síst þá þurfa öll börn að eiga eitt stykki Eames Elephant. -Nei smá grín, en hann er samt mjög flottur!

Það væri auðvitað draumur í dós að eignast alla þessa hluti, en ætli barnið taki nokkuð eftir því hvort að herbergið sé svona ofur fínt eða ekki?:)

Ég er annars í sæluvímu, það var haldið óvænt “babyshower” fyrir mig í kvöld af mínum bestu vinkonum og mikið var það yndislega dásamlega skemmtileg upplifun. Þið getið séð mjög svo hressandi köku á instagraminu mínu @svana_ en hún er mjög svo óviðeigandi til að birta hér. Einnig fékk ég alltof mikið af fallegum gjöfum svo það er orðið fátt sem mig skortir handa bumbubúanum mínum.

Vonandi áttuð þið gott kvöld!

-Svana

Á ÓSKALISTANUM: IKEA RANARP

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Mig langar einmitt svo líka í loftbelg inn í nýja herbergið hans Tinna Snæs – svo ævintýralegur og skemmtilegur :)

 2. Fjóla

  10. August 2014

  Fallegt, allt svo fallegt :)
  En ein spurning, hvernig geriru svona mood board í tölvunni ? Er þetta eitthvað forrit sem þú nærð í ?

 3. Hildur

  12. August 2014

  Hæhæ er hægt að kaupa Kili barnarúmin frá Sebra hér á Íslandi??

  xx