Hver elskar ekki að skoða fallegar og spennandi nýjungar – hér eru nokkur tips sem hafa fangað athygli mína nýlega. Hlakka til að deila með ykkur fleiri hugmyndum og tek glöð við öllum tipsum!
Mottan Pedersborg frá Ikea er spennandi og splunkuný.
Plíseraður lampi og veggljós frá H&M home – klassískt og fallegt.
Matin borðlamparnir frá Hay eru hannaðir af Ingu Sempé, eru einnig plíseraðir og mögulega fyrirmynd þeirra frá H&M og koma í nokkrum fallegum litum. Matin eru ekki spunkunýjir en þó nýlegir frá Hay/Epal:)
Blátt sófaborð frá Purkhús sem er sumarlegt og flott.
Oiva Toikka línan sem væntanleg er í haust frá Iittala er draumur – hlakka til að segja ykkur betur frá henni en mig dauðlangar í nokkra hluti úr henni.
Fog er ný lína af heimilisilmum frá uppáhalds herra Tom Dixon.
Ný og falleg blómalína frá Hlín Reykdal, hlakka til að segja ykkur betur frá þessari línu sem nú er komin í sölu í Kiosk.
Ellipse ljósið frá Watt & Veke er nýkomið í hörefni í Dimm.
Nýr litur frá Tekla Fabrics er sandlitur – svo fallegt! Fæst í Norr11.
HAF Studio kynnti á dögunum nýtt keri, VOR sem ilmar eins og fíkjutré og fíkjur. Brennslutími allt að 45 klst, kertið fæst í HAF Store.
Ein mest selda íslenska hönnunin eru án efa Vaðfuglarnir eftir Sigurjón Pálsson sem framleiddir eru af Normann Copenhagen. Nú eru þeir væntanlegir í 6 nýjum og litríkum litum!
Hlakka til að deila með ykkur fleiri nýjungum og fréttum ♡
Skrifa Innlegg