fbpx

NÝJA STOFAN ♡

HeimiliPersónulegt

Þá er það loksins fyrsta myndin af stofunni eftir breytingar. Það er vissulega ekki allt alveg tilbúið og ég er enn eftir að raða á veggi og koma nokkrum hlutum betur fyrir, þessvegna fáið þið aðeins eitt sjónarhorn í dag. Ég geri mér mjög vel grein fyrir því að fyrr eða síðar munu koma blettir í sófann og ég er alveg pollróleg yfir því, þá fer ég einfaldlega með áklæðið í hreinsun. Ég er enn sem komið er mjög ánægð með sófann og það er allt mikið bjartara og fallegra í stofunni núna, bleiki liturinn er dásamlegur og ég svíf á bleiku skýi. Að sjálfsögðu er ég líka einstaklega hamingjusöm að minn maður setur sig ekkert á móti svona hlutum, ég held hreinlega að hann hafi lítið spáð í bleika litnum því hann er svo hamingjusamur að hafa eignast tungusófa. Ólíkar þarfir! Ég vona að sófinn komi til með að eldast ágætlega, en Karlstad sófinn okkar gerði það ekki. Púðarnir urðu fljótlega smá sjúskaðir og fyllinginn breytti um lögun. Ég tók eftir því að sama fylling er í þessum púðum svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um það þó svo að sófar séu vissulega til að kúra í og koma sér vel fyrir. Ásamt því að sonur minn er sérlega áhugasamur um allskyns sófabrölt. Þetta er að minnsta kosti fyrsta myndin – við tökum bara stöðuna aftur eftir nokkra mánuði.

instagram @ svana.svartahvitu

Þegar ég lít á stofuna mína í dag er ég mjög sátt en ég hafði ekki verið ánægð með hana í langan tíma, það var alltaf eitthvað sem truflaði mig. En af öllum þessum hlutum sem sjá má í stofunni þá nær aldrei neitt að toppa persónulegu hlutina, t.d. skenkinn sem Andrés smíðaði, fuglinn sem ég uppstoppaði og kertastjakana sem afi renndi. Eitthvað nýtt – eitthvað gamalt – eitthvað persónulegt er hin fullkomna blanda að heimili þar sem okkur líður vel á.

LOKSINS STOFUBREYTINGAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Sigrún Víkings

    18. June 2017

    Til hamingju með nýja sófann! Stofan er æði ;)

  2. Anna Margrét

    18. June 2017

    Flott stofa en hvar keyptir þú sófaborðið. Kv. Anna

    • Svart á Hvítu

      22. June 2017

      Borðið er úr Svartan línunni frá ikea sem kom aðeins í takmörkuðu upplagi í fyrra og er því miður ekki ennþá til!
      Það hafa verið til svipuð í Línunni, gætir kíkt á það?:)

  3. Beggy

    20. June 2017

    Fallegt!