VINNUR ÞÚ 325.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS

Hönnun

Þegar líða fer að jólum er þakklæti ofarlega í huga margra,

Það er orðið að hefð hér á Svart á hvítu að fagna jólunum með glæsilegum gjafaleik. Ég bý svo vel að eiga einn besta lesendahóp sem ég veit um, þið ásamt samstarfsaðilum mínum gerið mér kleift að starfa við það sem ég elska að gera og fyrir það vil ég þakka með einum ofur stórum gjafaleik. Svart á hvítu bloggið fagnaði nýlega 8 ára afmæli sínu og ennþá stækkar lesendahópurinn með hverri vikunni sem líður ♡

Í þetta sinn hafði ég samband við mínar uppáhalds verslanir sem eru jafnframt á meðal fallegustu verslana landsins og gefa þær hver um sig 25.000 kr. gjafabréf.

Einn heppinn lesandi á því von á að næla sér í samtals 325.000 kr. gjafabréf í þessum glæsilegu verslunum, í þeim má finna það allra besta þegar kemur að hönnun og fallegum hlutum fyrir heimilið og er þetta lúxusgjafabréf af bestu gerð.

Verslanirnar sem um ræðir eru:

Epal, Hrím, iittala, Kokka, Kúnígúnd, Línan, Lumex, Módern, Penninn Húsgögn, Salt, Snúran, Winston Living og síðast en ekki síst er það tískuverslunin AndreA.

Ég tók saman óskalista úr hverri verslun sem gefur ykkur góða hugmynd um hvað þið gætuð nælt ykkur í fyrir gjafabréfið. Njótið!

// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur. Ég mæli einnig með að fylgja verslununum á samfélagsmiðlum til að vera með puttann á púlsinum. 

 

Í Epal búa nokkrir af frægustu hönnuðum heims og sérhæfir verslunin sig í úrvali af gæðahönnun frá Norðurlöndum og víðar. Hér má einnig finna brot af því besta af íslenskri hönnun. Epal má finna í dag á fimm stöðum, í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni, Hörpu og nýlega opnuðu þau aftur á Keflavíkurflugvelli.

// Epal er á Facebook og á Instagram @epaldesign

Í verslunum Hrím er lögð áhersla á fallega og sérvalda íslenska hönnun ásamt góðu úrvali af hönnunarvörum frá öllum heimshornum, þó helst frá Skandinavíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Verslanir Hrím hönnunarhúss eru staðsettar á Laugavegi og í Kringlunni og má þar finna úrval af skemmtilegri hönnunar- og gjafavöru fyrir alla.

// Hrím er á Facebook og á Instagram @hrimhonnunarhus

Iittala þarf vart að kynna, stofnað árið 1881 og nýtur í dag gífurlegra vinsælda um allan heim. Eitt besta iittala vöruúrvalið má finna í iittala versluninni í Kringlunni sem er eins og draumur fyrir fagurkera. Þar má finna safngripi eins og Toikka glerfuglana, Aarre vegghanka ásamt að sjálfsögðu klassískum munum eins og matarstell, Aalto vasa og fleira.

// Iittala verslunina má finna á 1. hæð í Kringlunni, en iittala má finna á instagram @iittala

 

Kokka á Laugavegi er ein af bestu verslunum miðborgarinnar og er hreint ótrúlegt hve mikið vöruúrval kemst fyrir á fáum fermetrum. Kokka sérhæfir sig í öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og leggja þau áherslu á vel hannaðar og vandaðar vörur, og það mætti segja að það sé eitthvað fyrir alla þarna inni!

// Kokka er á Facebook og á Instagram @kokkarvk

Kúnígúnd er sérverslun á Laugavegi, Kringlunni og á Akureyri sem býður upp á vandaða gjafavöru og ber þar hæst vörur frá dönsku hönnunarfyrirtækjunum Georg Jensen, Royal Copenhagen, Holmegaard og Bing & Gröndal. Kúnígúnd er ein af eldri og glæsilegri verslunum landsins og þarf vart að kynna hana fyrir ykkur né ömmu ykkar.

// Kúnígúnd er á Facebook og Instagram @kunigund.verslun

Línan sem stofnuð var árið 1976 er staðsett í Kópavoginum og er með sérstaklega fallegt og skemmtilegt vöruúrval. Hér má finna úrval af gjafavöru og húsgögnum og má nefna þekktu merkin House Doctor og Voluspa sem eru meðal vörumerkja.

// Línan er á Facebook og Instagram @linan.is

 

Í Lumex finnur þú ótrúlegt úrval af fallega hönnuðum ljósum, hér býr einnig einn ástsælasti hönnuður allra tíma, Tom Dixon. Lumex sérhæfir sig í lýsingu fyrir fyrirtæki og heimili en er einnig með fallega og einstaka smávörudeild sem er heimsóknarinnar virði.

// Lumex er á Facebook og Instagram @lumexlight

 

Módern er glæsileg verslun í Skeifunni og má hér finna klassíska og fallega gæðahönnun í blandi við framúrstefnulega hönnun eins og hún gerist best hverju sinni. Módern býður upp á úrval af húsgögnum, ljósum og gjafavöru frá yfir 60 heimsþekktum vörumerkjum.

// Módern má finna á Facebook og á Instagram @modern_island

Í Penninn Húsgögn má finna eitt af vinsælustu hönnunarmerkjum samtímans, Vitra sem framleiðir m.a. hönnun Eames hjónanna. Hér má finna tímalausa hönnun heimsþekktra hönnuða og framleiðenda ásamt bókum og öðrum fylgihlutum heimilisins.

// Penninn Húsgögn er á Facebook og á Instagram @penninnhusgogn

SALT er falleg lífstíls- og gjafavöruverslun staðsett í Kringlunni. Í SALT finnur þú eitthvað fallegt fyrir öll rými heimilisins og á meðal helstu vörumerkja má nefna vinsæla House Doctor, Meraki ásamt gourmet gjafavörum frá Nicolas Vahé.

// SALT má finna á Facebook og á Instagram @saltverslun

Snúran er ein af glæsilegri verslunum landsins og má þar einnig finna vinsæla danska vörumerkið Bolia. Snúran opnaði nýja og stærri verslun í lok sumars í Ármúla 38 og er þar hugsað út í hvert smáatriði. Snúran og Bolia kappkosta að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið.

// Snúran er á Facebook og á Instagram @snuranis

Winston Living er einn af földu demöntum miðborgarinnar, staðsett við Hverfisgötu 32 og Hljómalindartorg í 101 Reykjavík (sama verslun). Winston Living býður upp á hágæðavörur og leggur áherslu á sterk en sígild sérkenni og skipta minnstu smáatriði máli. Hér má finna sérvalið úrval af innanhúshönnun, aukahlutum og lífsstílsvörum.

// Winston Living er á facebook og á Instagram @winstonliving

Að auki vildi ég einnig hafa uppáhalds tískuvöruverslunina mína með, AndreA Boutique. Andrea Magnúsdóttir er ein af færustu fatahönnuðum landsins og í verslun sinni á Strandgötunni í Hafnarfirði selur hún fatahönnun sína í bland við gott úrval af fylgihlutum og skarti. Hér ættu flestar konur að geta fundið fallegan jólakjól.

// Andrea Boutique er á Facebook og Instagram @andreabyandrea

Mikilvægt

Til að skrá sig í pottinn þarf að:

  1. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafni.
  2. Deila þessari færslu (stilla færsluna á public til að ég sjái að þú hafir deilt).
  3. Áhugasamir mega svo fylgja Svart á hvítu á facebook, Instagram og Snapchat – ekki skylda.

Vinningshafi verður dreginn út föstudaginn 22. desember 

Á næstu dögum mun ég kíkja í heimsókn í verslanirnar og skoða jólagjafahugmyndir og sýna ykkur hvað hægt er að fá fyrir lúxus gjafabréfið góða.

Fylgist því endilega með á Snapchat // Svartahvitu þar sem gætu leynst aukavinningar á meðan að leiknum stendur ♡

Jólakveðja, Svana 

NÝJA STOFAN ♡

HeimiliPersónulegt

Þá er það loksins fyrsta myndin af stofunni eftir breytingar. Það er vissulega ekki allt alveg tilbúið og ég er enn eftir að raða á veggi og koma nokkrum hlutum betur fyrir, þessvegna fáið þið aðeins eitt sjónarhorn í dag. Ég geri mér mjög vel grein fyrir því að fyrr eða síðar munu koma blettir í sófann og ég er alveg pollróleg yfir því, þá fer ég einfaldlega með áklæðið í hreinsun. Ég er enn sem komið er mjög ánægð með sófann og það er allt mikið bjartara og fallegra í stofunni núna, bleiki liturinn er dásamlegur og ég svíf á bleiku skýi. Að sjálfsögðu er ég líka einstaklega hamingjusöm að minn maður setur sig ekkert á móti svona hlutum, ég held hreinlega að hann hafi lítið spáð í bleika litnum því hann er svo hamingjusamur að hafa eignast tungusófa. Ólíkar þarfir! Ég vona að sófinn komi til með að eldast ágætlega, en Karlstad sófinn okkar gerði það ekki. Púðarnir urðu fljótlega smá sjúskaðir og fyllinginn breytti um lögun. Ég tók eftir því að sama fylling er í þessum púðum svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um það þó svo að sófar séu vissulega til að kúra í og koma sér vel fyrir. Ásamt því að sonur minn er sérlega áhugasamur um allskyns sófabrölt. Þetta er að minnsta kosti fyrsta myndin – við tökum bara stöðuna aftur eftir nokkra mánuði.

instagram @ svana.svartahvitu

Þegar ég lít á stofuna mína í dag er ég mjög sátt en ég hafði ekki verið ánægð með hana í langan tíma, það var alltaf eitthvað sem truflaði mig. En af öllum þessum hlutum sem sjá má í stofunni þá nær aldrei neitt að toppa persónulegu hlutina, t.d. skenkinn sem Andrés smíðaði, fuglinn sem ég uppstoppaði og kertastjakana sem afi renndi. Eitthvað nýtt – eitthvað gamalt – eitthvað persónulegt er hin fullkomna blanda að heimili þar sem okkur líður vel á.

HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Í Mogganum um helgina birtust myndir af heimilinu mínu og ég má til með að deila þeim líka hingað inn, það er nefnilega ekki oft sem að heimilið manns er myndað af svona flinkum ljósmyndara. //Myndir:Golli hjá mbl.
Innlit í Hafnarfirði

Það var bara nokkuð gott að hafa sagt já við þessu innliti, þá kláraði ég to do listann minn og skellti t.d. upp myndum á vegginn fyrir ofan sófann. Einnig var nýji blómapotturinn frá Postulínu hengdur upp, en hann hafði verið lengi á óskalistanum.

Innlit í Hafnarfirði

Ég var beðin um að lýsa stílnum á heimilinu, það er alltaf dálítið erfið spurning en ég svaraði henni á þessa leið. “Ætli ég myndi ekki lýsa honum sem líflegum og ferskum. Þar sem ég hef starfað undanfarin ár við það að skrifa um allt það nýjasta í heimi hönnunar og heimila er því varla furða að mitt heimili sé dálítið undir áhrifum tískustrauma, því neita ég ekki. Í grunninn eru húsgögnin og ljósin klassísk hönnun en smáhlutirnir sem skreyta heimilið sem og plaköt á veggjum breytast með tímanum, það má einnig alltaf finna eitthvað bleikt á mínu heimili, það er svo fallegur litur.”

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði

Ég safna áhugaverðurm bókum, þessi er sú nýjasta í safnið ‘Taxidermy art’, alveg minn tebolli. Stólaplakatið er gefið út af Vitra, skenkinn smíðaði Andrés minn og stóllinn eftir Philippe Starck var mín fyrsta hönnunareign, ég fékk hann í útskriftargjöf frá foreldrum mínum og ég man að ég bjó ennþá hjá þeim þá. Stóllinn er reyndar glær en eftir að gæran var sett á hann þá hefur kötturinn minn eignað sér hann.

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði Innlit í Hafnarfirði

Ég hef alltaf allskyns myndir á ísskápnum, mér finnst það voðalega heimilislegt að hafa nokkrar fjölskyldumyndir og annað fallegt á ískápnum en það er kannski bara ég. Svo mætti alveg segja að ég sé safnari, en það er stundum alltof mikið af hlutum uppivið sem gjarnan mætti hvíla inni á milli og setja inní skáp. Þessi mynd er t.d. góð sönnun um það, spurning að létta smá á þessu svæði:)

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði Screen Shot 2015-04-28 at 23.50.00

Æj ég er voðalega skotin í herberginu hans Bjarts:) Náttborðið kemur frá langömmu hans og langafa og kommóðuna gerði Andrés upp. Rúmið er gamalt og við lökkuðum það hvítt en stuðkantinn og teppið fékk ég hjá henni Linneu í Petit.

Innlit í Hafnarfirði

Ef þið eruð með einhverjar spurningar endilega skiljið eftir athugasemd,

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42