fbpx

HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Í Mogganum um helgina birtust myndir af heimilinu mínu og ég má til með að deila þeim líka hingað inn, það er nefnilega ekki oft sem að heimilið manns er myndað af svona flinkum ljósmyndara. //Myndir:Golli hjá mbl.
Innlit í Hafnarfirði

Það var bara nokkuð gott að hafa sagt já við þessu innliti, þá kláraði ég to do listann minn og skellti t.d. upp myndum á vegginn fyrir ofan sófann. Einnig var nýji blómapotturinn frá Postulínu hengdur upp, en hann hafði verið lengi á óskalistanum.

Innlit í Hafnarfirði

Ég var beðin um að lýsa stílnum á heimilinu, það er alltaf dálítið erfið spurning en ég svaraði henni á þessa leið. “Ætli ég myndi ekki lýsa honum sem líflegum og ferskum. Þar sem ég hef starfað undanfarin ár við það að skrifa um allt það nýjasta í heimi hönnunar og heimila er því varla furða að mitt heimili sé dálítið undir áhrifum tískustrauma, því neita ég ekki. Í grunninn eru húsgögnin og ljósin klassísk hönnun en smáhlutirnir sem skreyta heimilið sem og plaköt á veggjum breytast með tímanum, það má einnig alltaf finna eitthvað bleikt á mínu heimili, það er svo fallegur litur.”

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði

Ég safna áhugaverðurm bókum, þessi er sú nýjasta í safnið ‘Taxidermy art’, alveg minn tebolli. Stólaplakatið er gefið út af Vitra, skenkinn smíðaði Andrés minn og stóllinn eftir Philippe Starck var mín fyrsta hönnunareign, ég fékk hann í útskriftargjöf frá foreldrum mínum og ég man að ég bjó ennþá hjá þeim þá. Stóllinn er reyndar glær en eftir að gæran var sett á hann þá hefur kötturinn minn eignað sér hann.

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði Innlit í Hafnarfirði

Ég hef alltaf allskyns myndir á ísskápnum, mér finnst það voðalega heimilislegt að hafa nokkrar fjölskyldumyndir og annað fallegt á ískápnum en það er kannski bara ég. Svo mætti alveg segja að ég sé safnari, en það er stundum alltof mikið af hlutum uppivið sem gjarnan mætti hvíla inni á milli og setja inní skáp. Þessi mynd er t.d. góð sönnun um það, spurning að létta smá á þessu svæði:)

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði

Innlit í Hafnarfirði Screen Shot 2015-04-28 at 23.50.00

Æj ég er voðalega skotin í herberginu hans Bjarts:) Náttborðið kemur frá langömmu hans og langafa og kommóðuna gerði Andrés upp. Rúmið er gamalt og við lökkuðum það hvítt en stuðkantinn og teppið fékk ég hjá henni Linneu í Petit.

Innlit í Hafnarfirði

Ef þið eruð með einhverjar spurningar endilega skiljið eftir athugasemd,

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

ÆÐISLEGT UNGLINGAHERBERGI

Skrifa Innlegg

33 Skilaboð

 1. Sandra Dröfn

  29. April 2015

  Rosalega fallegt heimili:) Langar svo að vita hvar þú fékkst herðatrén og ljónahöfuðið í barnaherberginu?:)

  • Svart á Hvítu

   29. April 2015

   Takk fyrir:) Þau eru frá HAY og ég fékk þau í Epal… safna bara hægt og rólega því þau eru dýrari en þessi venjulegu, núna eru allar uppáhaldsflíkurnar á svona herðatrjám en er svo líka með ódýrari í bland.
   Tígrann pantaði ég af smallable.com , en það eru til einhverjar aðrar tegundir hjá íslensku vefversluninni mjolkurbuid.is
   -Svana

 2. Sæunn Viggósdóttir

  29. April 2015

  Virkilega fallegt heimili :)

  En hvar fékkstu kopar-herðartréin?

 3. Birta

  29. April 2015

  Flottar myndir af fallegu heimili – hvaðan er stóllinn í eldhúsinu sem er við hliðina á Maurnun ?

 4. Rúna

  29. April 2015

  Flottar myndir :)
  Má ég spyrja hvar þú lést ramma inn stóra Scintilla plakatið og hvað það kostaði?

  • Svart á Hvítu

   29. April 2015

   Ég fór með mitt í Innrömmun Hafnarfjarðar, ég var með tvö stór plaköt og borgaði um 16 þús minnir mig…. ekki ókeypis að láta ramma inn:/

   • Rúna

    8. May 2015

    Ok! ég hef nefnilega tékkað á nokkrum stöðum og fengið þær upplýsingar að það kosti 20þ að ramma það inn (stærð A0). Mitt er því ennþá óinnrammað, upprúllað uppi á fataskáp :/
    En ég tékka á Innrömmun Hafnarfjarðar :)

    • Svart á Hvítu

     8. May 2015

     Já okey vá… núna þori ég ekki alveg að fara með þetta því þetta er reyndar afi góðrar vinkonu minnar sem á þessa innrömmun og ég valdi ódýrt í rammann (það er mjög dýrt að fá gegnheilann við t.d.). En hef heyrt þó frá fleirum að hann sé sanngjarn. Vonandi færðu gott verð:) Ómögulegt að eiga plakat inní skáp!
     -Svana

 5. Sigga

  29. April 2015

  Gullfallegt heimili og virkilega gaman að sjá þessar myndir – klukkan inní eldúsinu er í uppáhaldi hjá mér :) fallegir litirnir í henni

  • Hugrún

   29. April 2015

   já væri til í að spyrja af því sama og Sigga :) ofsalega fallegt heimili!!

   • Hugrún

    29. April 2015

    nei Rúna meinti ég ;) ég á svona plakat og er alltaf á leiðinni með það í innrömmun :)

    • Svart á Hvítu

     29. April 2015

     Ég fór með mitt í Innrömmun Hafnarfjarðar, ég var með tvö stór plaköt og borgaði um 16 þús minnir mig…. ekki ókeypis að láta ramma inn:/

 6. Hólmfríður Magnúsdóttir

  29. April 2015

  Yndislegt heimili, ótrúlega hlýlegt og fallegt! En hvaðan er Helmut Newton plakatið sem er fyrir ofan sófann? :)

 7. Bergþóra Vilhjálmsdóttir

  29. April 2015

  Hvar er hægt að kaupa stólaplakatið frá Vitra?

 8. Fjóla Finnboga

  29. April 2015

  Ofboðslega fallegt heimilið þitt!! Hlýlegt og æðislegt :)
  Herðatréin eru meiriháttar!! Þau fara á óskalistann :)
  Silfurkollarnir í stofunni, hvar fékkstu þá ?

  • Svart á Hvítu

   29. April 2015

   Ég keypti þá notaða á e-m markaði, en þeir heita Tam Tam og hafa fengist í Habitat þó að ég hafi ekki séð silfraða þar, kannski hægt að panta:)

   • Fjóla Finnboga

    30. April 2015

    Þeir eru geggjaðir!! :) Ætla að leggjast í leit ;)

    • Svart á Hvítu

     30. April 2015

     Vonandi finnuru þá! Svo er hægt að taka lokið af og mögulega…troða e-u dóti ofan í til að geyma, þó það hafi ekki reynt á það hjá mér:)

 9. Anna Margrét Hannesdóttir

  30. April 2015

  Vha fallegt :) en hvar fékkstu seríulengjuna sem er inní stofunni hjá þér ?

  • Svart á Hvítu

   30. April 2015

   Hæhæ, hún er frá bauhaus og er búin að vera uppseld forever hjá þeim… ég veit þó að hún er væntanleg aftur um miðjan maí svo ég myndi bara kíkja í bauhaus um það leyti:)

 10. Birgitta

  30. April 2015

  Fallegt heimili. Hvar fékstu gólfmottuna í stofunni?

 11. Hrefna Dan

  30. April 2015

  Þú átt alveg ótrúlega fallegt heimili, uppfullt af skemmtilegum hugmyndum og flottum innblæstri! x

  • Svart á Hvítu

   30. April 2015

   Kærar þakkir! Og sömuleiðis!! Held nefnilega að við séum með mjög svipaðann smekk;)
   x

 12. Erla Jónatansdóttir

  30. April 2015

  Fallegt heimilið þitt og æðislegar myndir hjá Golla. Mátt vera ánægð með að hafa jánkað þessari beiðini. Mig langaði að vita hvar þú fékkst rammana fyrir Scintilla veggspjöldin. Ég var að kaupa eitt slíkt í A1stærð og þarf að fá einhvern góðan ramma fyrir það.

  • Erla Jónatansdóttir

   30. April 2015

   Obbosí, var að sjá að þú ert búin að svara þessari spurningu :) Ég þarf að fara í verðkönnun hjá innrömmurum og sjá hvað er hagstæðast. Hélt að það væru kanski til rammar t.d. í IKEA eða annarstaðar.

   • Svart á Hvítu

    30. April 2015

    Takk fyrir:) En nei, Ikea er nefnilega ekki með svona risastóra ramma, þetta er frekar óhentug stærð á plakat, því ég hefði mikið viljað geta keypt bara ódýrann ramma í ikea:/

    • Erla Jónatansdóttir

     1. May 2015

     Fór í Ikea í gær og sá þar risastóra ramma sem eru greinilega hugsaðir fyrir plagötin þeirra sem eru ekki í þessari standanrd A1, A0 stærðum. Einn sem var minnir mig 60×80, aðeins of lítill fyrir plagatið og annar 70×100. Allavega gott að vita af þeim ef maður er með stór plagöt eða myndir sem er í lagi að klippa af.
     Hvar er annars Innrömmun Hafnarfjarðar? Er einmitt í firðinum sjálf.

     • Svart á Hvítu

      1. May 2015

      Nú eru svona rosa stórir, já það mætti alveg mögulega skera smá af þessum til að spara smá pening:)
      Hún er á móti þar sem Hrói höttur var (þar sem Lemon er að opna núna). Voða lítið fjölskyldyfyrirtæki, ég fer með flest mitt þangað og er alltaf sátt:)