fbpx

NORDSJÖ LITUR ÁRSINS 2021 // BRAVE GROUND

Fyrir heimilið

Þá hefur sænski málningarframleiðandinn Nordsjö tilkynnt hver verður litur ársins 2021 og er það liturinn Brave Ground sem er hlýr og mjúkur jarðtónn sem er án efa eftir að heilla ykkur mörg. Litir ársins hafa áhrif á meira en val okkar á veggmálningu, heldur hefur liturinn mikil áhrif á tísku og hönnunariðnaðinn eins og hann leggur sig, hvort sem um ræðir fatnað, snyrtivörur, grafíska hönnun, bílaframleiðslu og svo margt fleira. Ég hefði þorað að veðja að beige yrði fyrir valinu en Brave Ground er aðeins dekkri, og hvort það sé örlítill grænn undirtónn sýnist mér á myndunum. Er mjög spennt að skoða þennan nánar með eigin augum ♡

Á Instagram síðu Sérefna segir þetta:

“Það ótrúlega er að Brave Ground er NÁKVÆMLEGA sami litur og grunnliturinn í ROMA-pallettu Sérefna og Rutar Kára sem við kynntum fyrir heilu ári síðan og nýtur mikilla vinsælda. Rut er greinilega göldrótt, a.m.k. heldur betur með puttann á púlsinum því litir ársins hjá móðurfyrirtæki Nordsjö og Sikkens eru valdir af stóru alþjóðlegu teymi hönnuða, arkitekta og fræðimanna í tískustraumum. Þeir höfðu bara úr yfir milljón litablæbrigðum að velja – og fannst þessi fanga tíðarandann best.” 

Mér þykir þetta mjög skemmtilegt að vita og hver veit nema okkar eina sanna Rut Kára hafi aðeins lagt þeim línurnar?

Á vefsíðu Nordsjö má sjá hvernig litur ársins parast með öðrum litum – sjá hér. 

Hvað finnst ykkur um lit ársins 2021 frá Nordsjö?

BITZ GEGGJAÐ Í BRONSLITUÐU

Skrifa Innlegg