fbpx

MYNDA & BÓKAVEGGUR

DIYHeimiliHugmyndir

Ég er ástfangin af mynda & bókaveggnum á heimili Ninu sem heldur úti blogginu Stylizimo, daman er auðvitað smekkleg með eindæmum og allt sem hún gerir á heimilinu sínu verður yfirleitt alveg stórkostlegt að mínu mati. Ég hef fylgt henni frá upphafi og verð alltaf hálf veik fyrir að breyta heima hjá mér þegar hún breytir til hjá sér, – smá vandræðalegt ég veit. Núna nýlega tók hún sig til og málaði vegginn og vegghillurnar í stofunni sinni í dásamlegum grágrænum lit sem tónar svo fallega við viðarlitaða rammana og svart hvítar myndir.

shelfie_760

Hvernig væri nú að fá sér svona fallegan vegg og raða upp uppáhalds bókunum og listaverkum?

art-wall_760

Áður en hún málaði var veggurinn málaður svartur og var nokkuð töff á meðan að grái liturinn er meira afslappaður og leyfir myndunum og litnum að njóta sín betur.

d90163df2645f4e123a71a647ca68769c02e83a3255749f39d4852c795701c7e

Myndir via Stylizimo

Hvort eruð þið að fíla betur, gráa eða svarta? Það má nú aldeilis útbúa svona smart vegg með klassískum myndahillum frá elsku Ikea en aðaltrixið er að mála þær í sama lit og vegginn.

skrift2

ÓSKALISTINN: ÞÁ ER ÞAÐ SVART

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Margrét

    15. November 2016

    Vá, ég hef alltaf verið hrifin af svarta myndaveggnum hennar en mér finnst þessi grái alveg toppa þann svarta. Hrikalega töff en eins og þú segir afslappaður um leið. En hvernig ætli það sé að mála svona yfir innstungur?

  2. RR.

    16. November 2016

    nei núna er ég alveg sjúk í að mála vegg og hillur í sama lit :)