fbpx

MÁNUDAGSINNLIT: SÆNSKT & FALLEGT

Heimili

Þetta heimili er mjög sænskt ef svo má segja, ljóst í grunninn með fallegri hönnun, plöntum og hlýlegu yfirbragði. Í dag er síðasta vikan okkar í sumarfríi að hefjast og heill haugur af vinnu sem bíður mín eftir að leikskólinn hans Bjarts opnar aftur… ég á þó erfitt með að viðurkenna að sumarið sé senn á enda en þrátt fyrir það þá elska ég haustið – án efa besti tími ársins að mínu mati. Ég vona að þið hafið átt góða Verslunarmannahelgi og komið öll endurnærð tilbaka… eða hvað?

  

Myndir via Kvarteret Makleri

Fallegur sænskur heimilisinnblástur er góður til að byrja vikuna. Núna er eins gott að nýta þessa síðustu frídaga sem best áður en rútínan skellur á:)

SVONA KEMUR INNANHÚSSHÖNNUÐUR SÉR FYRIR Á 44 FM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hanna

    7. August 2017

    Hæ og takk fyrir póstana þína. Ég kíkji á hverjum einasta degi!
    Var að velta fyrir mér, þekkir þú stólinn á næst neðstu myndinni?

    • Svart á Hvítu

      18. August 2017

      Takk fyrir og afsakaðu hvað ég svara seint! Er búin að velta þessu fyrir mér og ég er ekki að kveikja á perunni hvaðan hann er – því miður:)