MÁNUDAGSINNLIT: SÆNSKT & FALLEGT

Heimili

Þetta heimili er mjög sænskt ef svo má segja, ljóst í grunninn með fallegri hönnun, plöntum og hlýlegu yfirbragði. Í dag er síðasta vikan okkar í sumarfríi að hefjast og heill haugur af vinnu sem bíður mín eftir að leikskólinn hans Bjarts opnar aftur… ég á þó erfitt með að viðurkenna að sumarið sé senn á enda en þrátt fyrir það þá elska ég haustið – án efa besti tími ársins að mínu mati. Ég vona að þið hafið átt góða Verslunarmannahelgi og komið öll endurnærð tilbaka… eða hvað?

  

Myndir via Kvarteret Makleri

Fallegur sænskur heimilisinnblástur er góður til að byrja vikuna. Núna er eins gott að nýta þessa síðustu frídaga sem best áður en rútínan skellur á:)

KORTER Í PÁSKA

Heimili

Ég var byrjuð að skrifa heitið á þessari færslu “Ljóst & stílhreint …” eða eitthvað í þeim anda en fannst ég allt í einu hljóma eins og biluð plata. Korter í páska skal hún því heita enda styttist í að við förum flest í langt og gott páskafrí! Ég veit ekki með ykkur en ég er þegar komin með nokkur verk á lista hvað skuli græja hér heima í fríinu en mig langar mjög mikið að gera allsherjar tiltekt – fara með poka í Rauða Krossinn og flokka skúffur og skápa. Jafnvel skúra ef ég er í þannig stuði, en ég skal vera fyrst að viðurkenna að það er það leiðinlegasta sem ég geri í lífinu haha.

Það er svo dásamlegt vor í loftinu að þetta innlit á sérstaklega vel við í dag, svo bjart og ljóst með einstaklega fallegri hönnun og smáatriðum.

Myndir via My Scandinavian home 

Ég kem til með að vera eitthvað hér á blogginu um páskana – er með páskaföndur og annað skemmtilegt á lista. En við ætlum einnig að kíkja upp í bústaðinn góða og kem til með að sýna frá því á snapchat.

FALLEGT HEIMILI STÍLISTA Í GAUTABORG

Heimili

Þó svo að þetta innlit flokkist sem “gamalt” í bloggheimum þá á það svo sannarlega ennþá erindi. Hér bjó sænski stílistinn og smekkdaman Elin Kickén sem bloggar einnig hjá Recidense Magasine ásamt því að halda úti fallegu instagrami. Heimilið sem er aðeins 49 fermetrar er eins og kemur varla á óvart ansi smart og í þessum klassíska skandinavíska stíl með smá dramatísku ívafi þar sem veggir í stofunni eru svartmálaðir. Hér er hugsað út í öll smáatriði og virðist hver hlutur hafa verið vandlega valinn…

alvhem kitchen_alvhem sfd6eaf2bd77ee948d791d6c42662fbf955 sfd399e353de97145d29769f25d965b88fb sfd2810edb983db4d0e8e5b84a5ac01265e sfd3093ffd29cde4b1d99d8c5ae5930aad2 sfddfcf802e778849eea06576779087fd61 sfdf1aa17bdf6cd4373b813352dc89ba390 sfdf931c95e71844f939dee72e6fab411bd the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-03 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-05 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-06 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-07 the-home-of-swedish-interior-stylist-elin-kicken-09

Myndir via Alvhem Makleri

skrift2

HÁLFMÁLAÐAR HILLUR?

HugmyndirStofa

Ég sýndi ykkur um daginn hvað það er frábær hugmynd að mála hálfa veggi og þessi hugmynd er alveg jafn góð finnst mér, að hálfmála hillur. Þetta rými hér að neðan ber það að minnsta kosti mjög vel og þessi einfalda lausn gefur rýminu miklu meiri dýpt, fölbleiki liturinn er auðvitað alveg extra flottur en samt svo látlaus. Þarna væri hægt að láta vel fara um uppáhaldshlutina sína og svo hressir þetta heldur betur við hvíta stofuna. Þessi hugmynd má fara á to do listann minn, en hana er jafnvel hægt að útfæra á milljón vegu, t.d. að mála inní skápa og skúffur, bara allt sem að þú vilt draga athygli að, ekki það að við viljum að allir séu að horfa inní skápana okkar. En það gæti komið vel út í glerskáp þar sem vínglösin eru geymd…

Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St2Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St1Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St5

Svo er mjög sniðugt eins og sjá má hér að neðan hvernig stofan er hólfuð niður í miðju rýminu með þunnum og gólfsíðum gardínum. Góð hugmynd!

Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St4Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St6Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St7

Myndir: Est Magazine. Ljósmyndari: Brooke Holm. Stílisti: Marsha Golemac

Þetta er ofsalega stílhreint og minimalískt heimili svo það gerir mjög mikið fyrir það að hafa svona smá óvænt í gangi, t.d. bláa skúffu innvolsið, það er æðislegt!

Hvernig væri nú ef það kæmi bara brjálað æði fyrir að mála? Líka hjá okkur í leiguíbúðunum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42