fbpx

HÁLFMÁLAÐAR HILLUR?

HugmyndirStofa

Ég sýndi ykkur um daginn hvað það er frábær hugmynd að mála hálfa veggi og þessi hugmynd er alveg jafn góð finnst mér, að hálfmála hillur. Þetta rými hér að neðan ber það að minnsta kosti mjög vel og þessi einfalda lausn gefur rýminu miklu meiri dýpt, fölbleiki liturinn er auðvitað alveg extra flottur en samt svo látlaus. Þarna væri hægt að láta vel fara um uppáhaldshlutina sína og svo hressir þetta heldur betur við hvíta stofuna. Þessi hugmynd má fara á to do listann minn, en hana er jafnvel hægt að útfæra á milljón vegu, t.d. að mála inní skápa og skúffur, bara allt sem að þú vilt draga athygli að, ekki það að við viljum að allir séu að horfa inní skápana okkar. En það gæti komið vel út í glerskáp þar sem vínglösin eru geymd…

Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St2Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St1Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St5

Svo er mjög sniðugt eins og sjá má hér að neðan hvernig stofan er hólfuð niður í miðju rýminu með þunnum og gólfsíðum gardínum. Góð hugmynd!

Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St4Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St6Est-magazine-FionaLynch-Caroline-St7

Myndir: Est Magazine. Ljósmyndari: Brooke Holm. Stílisti: Marsha Golemac

Þetta er ofsalega stílhreint og minimalískt heimili svo það gerir mjög mikið fyrir það að hafa svona smá óvænt í gangi, t.d. bláa skúffu innvolsið, það er æðislegt!

Hvernig væri nú ef það kæmi bara brjálað æði fyrir að mála? Líka hjá okkur í leiguíbúðunum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

VERSLAÐ ERLENDIS: LAGERHAUS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1